FRAMTÍÐARSÝN MINI SUPERLEGGERA

dam Image

FRÁBÆR HUGMYND FRÁ UPPHAFI.

Að blanda því besta frá Bretlandi saman við ítalskt gæðahandverk og -hönnun er snilldarhugmynd, þú bara veist það. Sköpun hins tilkomumikla MINI Superleggera Vision sannar það líka. Hann hefur í raun allt sem hægt er að óska sér: framúrskarandi útlit, óviðjafnanleg afköst og framsækna tækni, allt í einum pakka. Heppinn.

cnt Background Image
dam Image

MINI. BARA EKKI EINS OG ÞÚ ÁTT AÐ VENJAST.

Snúum okkur nú að öðru – hugmyndinni um MINI sem sígildan kappakstursbíl. Það nægir að horfa einu sinni á hann og þá veistu að þessi hugmyndabíll býður upp á skemmtilegan akstur í sinni tærustu mynd. Ílöng vélarhlífin, langt hjólhafið og lítil skögunin eru allt þættir sem endurvekja ánægjuna sem við tengjum við sígilda breska kappakstursbílinn. Handsmíðaður og steyptur yfir létta grind úr álrörum. Svipmikil lína liggur allt frá framhlutanum yfir að snotrum uggunum á afturhlutanum.

aig Background Image

Fortíð, megum við kynna framtíðina?

Hugmyndabíllinn MINI Superleggera vottar gullöld bílanna vissulega virðingu en er þó með hugann við framtíðina. Tæknibúnaður hans er í fremstu röð, og raforka er lykilþáttur. Í innanrýminu eru hefðbundnar viðar- og leðurinnréttingar steyptar með áli á framsækinn máta sem skapar glæsileg áhrif. Þá er heil álþynna utan um MINI-upplýsingaskjáinn sem gefur honum einstakt útlit. Frekari vísanir í arfleifð hans í breskum bílaiðnaði eru meðhöndlaðar af virðingu og ítalskri smekkvísi.

cnt Background Image
MINI Superleggera Vision séður ofan frá á ská