MINI VISION NEXT 100.

dam Image

ÞAÐ SEM FRAMTÍÐIN BER Í SKAUTI SÉR.

Hugvitssemi og framsýni er einkennandi fyrir MINI. En hvað ef við gætum farið enn dýpra? Hvað ef MINI-bíll framtíðarinnar byði upp á einstaka og persónulega akstursupplifun samhliða sameiginlegu eignarhaldi? Til að gefa þér nasasjón af því hvaða möguleikar eru í kortunum höfum við ímyndað okkur hvernig samgöngur framtíðarinnar gætu litið út.

cnt Background Image
dam Image

SÉRHVER MINI-BÍLL ER ÞINN MINI-BÍLL.

Í framtíðinni, þegar allir geta deilt einum og sama MINI-bílnum, sér nýjasta tækni til þess að bíllinn sé alltaf eins og þinn eigin. Hlutar ytra byrðisins umbreytast samkvæmt þínum óskum og senda þér sérstaka kveðju þegar þú nálgast bílinn. Cooperizer er litað, hálfglært, hringlaga stjórntæki í miðjum bílnum og er lykillinn að öllum eiginleikum MINI VISION NEXT 100 – sem hefur samskipti við ökumanninn með lifandi litabreytingum.

aig Background Image

MINI Í NÝJUM BÚNINGI.

MINI VISION NEXT 100 vottar sígildri hönnun MINI virðingu sína með því að staðsetja hjólin yst í hornum hugmyndabílsins til að ná fram sem bestum aksturseiginleikum og tilfinningu. Cooperizer gefur þér einnig kost á að upplifa akstursstillingar annarra, til dæmis vina, ættingja og frægs fólks. Á milli ferða ekur hugmyndabíllinn sjálfkrafa í þjónustumiðstöð þar sem hann er þrifinn og endurhlaðinn áður en hann leggur af stað til móts við nýjan ökumann.