YTRA BYRÐI

100% COOPER.

Einfaldur en jafnframt háþróaður. Við höfum skorið nýjan alrafmagnaðan MINI Cooper niður í sína hreinustu mynd.
Alrafmagnaður MINI - ytra byrði - útlínur

NAUMHYGGJA Í HÁMARKI.

Hinn nýi alrafmagni MINI Cooper er einfaldleiki eins og hann gerist mestur. Við erum með „minna er meira“ hönnunarnálgun og höfum fjarlægt óþarfa þætti og minnkað, minnkað og minnkað eitthvað meira. Með hreinu og sléttu yfirborði, sléttum línum og jafnvægishlutföllum hefur ytra byrði verið vandlega mótað í sjálfsöruggt og sláandi form.

STENDUR ENN UPP ÚR.

Nýi alrafmagnaði MINI Cooper hefur heillandi yfirbragð sem einkennist af hinni sígildu framhlið. Þetta er enn frekar skreytt með áberandi átthyrndu framgrilli og glæsilegri hringlaga hönnun á MINI LED framljósunum – sem undirstrika nútímalega hönnun framtíðarinnar.
Alrafmagnaður MINI - ytra byrði - framljós
Alrafmagnaður MINI - ytra byrði - LED framljós

HVAÐ VERÐUR ÞAÐ Í KVÖLD?

Auk öflugrar og skilvirkrar LED tækni sem kemur sem staðalbúnaður, eru í boði valfrjáls LED framljós. Snjöll aðlögun á lágu- og beygjuljósunum tryggja betri lýsingu í borgar- og utanbæjarumferð.

Og allt eftir því hvernig þér líður í dag: veldu eina af þremur ljósastillingum fyrir alrafmagnaða MINI Cooper bílinn þinn.

ÞETTA ER MINI

Þetta er MINI, frá öllum sjónarhornum. Með nýja útgeislun fyrir nýtt tímabil. Liprar og þéttvaxnar útlínur í samspili við langt hjólhaf og aukið þvermál dekkjana. Sléttu fletirnir sýna meira af lit bílsins sem ásamt svörtu syllunni gefa honum enn nútímalegra yfirbragð. Áberandi þrískipt ytra byrði undirstrikar heildarútlitið.

ALSHERJAR FRAMMISTAÐA

Úrval okkar af 16"-18 álfelgum sem geisla af sjálfstrausti og sérstöðu MINI. Léttari hönnun og notkun á endurunnu áli hjálpar til við að minnka kolefnisfótsporið okkar á ýmsan hátt – bæði í framleiðslu og akstri.
Alrafmagnaður MINI - myndasafn ytra byrði - hjólbarðar

ALLAR NÝJUNGAR HAFA SÖMU MARKMIÐ. HREINN MINI. MINNI FLÆKINDI, MEIRI SÉRKEINKENNI

Oliver Heilmer, yfirmaður MINI Design

SJÁÐU HVAÐ ER KOMIÐ AFTUR Á AFTURHLUTANN.

Ný þríhyrnt hönnun á afturljósum, sem undirstrikar sterkt séreinkenni MINI. Eins og að framan, getur þú sérsniðið welcome & goodbye hljómheiminn eftir þínum þörfum.
Alrafmagnaður MINI - ytra byrði - afturljós
Alrafmagnaður MINI - ytra byrði - welcome ljós

ÞÚ ERT ÁVALT VELKOMIN/N

Að setjast inn í alrafmagnaðan MINI Cooper er ávalt sérstök upplifun. Þegar þú nálgast eða yfirgefur þinn MINI, spilast alltaf welcome& goodbye tónlist sem endurspeglar líðan þann daginn. Þetta innifelur valfrjálst fram- og afturljós með þremur mismunandi stillanlegum ljóseinkennum, auk valfrjálsri lýsingu á merki frá bæði farþega- og bílstjóra speglunum.