AKSTURSUPPLIFUN

ÆVINTÝRIN BÍÐA.

Fyrsti alrafmagni MINI Countryman – óttalaus ferðafélagi fyrir vistvæna landkönnuði. 

MINI alrafmagnaður Countryman – Akstursupplifun

RAFMÖGNUÐ SPENNA FRAMUNDAN.

Til að ná hámarks go-kart tilfinningu beittum við lykilhönnunarviðmiðum við þróun á alrafmögnuðum MINI Countryman. Við bættum aksturseiginleika til dæmis þökk sé lágum þyngdarpunkti bílsins. Við náum spennandi MINI aksturseiginleikum með því að hámarka þyngdardreifingu og nota beint stýrishlutfall á litlu stýri. Við aukum hliðarvirkni og grip með því að hámarka breydd dekkjanna. Og nýjasti vélbúnaðurinn og hugbúnaðurinn gerði okkur kleift að gera meðhöndlun enn skemmtilegri og spennandi, sérstaklega í Go-Kart stillingu.

STAÐREYNDIR VARÐANDI AFKÖST.

MINI Countryman E MINI Countryman SE ALL4

Afl

150 kW
250 Nm
230 kW
294 Nm*

0-100 km/h

8.6 sek 5.6 sek
Hámarkshraði
170 km/klst 180 km/klst

Drægni

WLTP

462 km

 

433 km

 

* með boost power

LIPURÐ OG LOFTFLÆÐI

Með því að sameina hönnun og virkni og með meiri straumlínulögun, ná rafknúnir MINI Countryman góðu jafnvægi á milli krafts og skilvirkni. Háþróuð tækni þess er einnig táknræn fyrir stöðuga áherslu okkar á hagnýtni og sjálfbærni.
MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - lipurð
MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - All4

ALL4 FJÓRHJÓLADRIFIÐ.

ALL4 fjórhjóladrifskerfið dreifir krafti á skilvirkan hátt á milli allra hjóla, sem gefur þér grip á öllum yfirborðum. Ef hann
skynjar tap á gripi vegna bleytu eða hálku þá skiptist krafturinn sjálfkrafa eftir þörfum. Þetta gerir þér kleyft að nýta ævintýralegt eðli MINI Countryman til fulls. Þú heldur stjórn á bílnum - sama hvernig veðrar. 

AKSTURSAÐSTOÐARKERFI.

Valfrjálsi akstursaðstoðarmaðurinn er eins og að hafa auka augu á veginum. Kerfið varar þig við ökutækjum í „blinda blettinum“ og stýrir MINI þínum aftur inn á akreinina ef hætta er á árekstri. Að auki hjálpar það að greina umferð á bak við þig þegar þú ert að bakka á MINI. Driving Assistant Plus inniheldur myndavélar og radar-tengda akstursaðstoðareiginleika. Það kemur þér á áfangastað á afslappaðan hátt með því að halda sjálfkrafa æskilegum hraða, akrein og fjarlægð frá ökutækinu á undan. 

Með Driving Assistant Professional getur þú slakað á. Það hjálpar þér í alls kyns umferðaraðstæðum án þess að taka stjórnina frá þér.

MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - akstursaðstoðarkerfi

MINI AKSTURSSTILLINGAR Á VEGINUM.

Sem staðalbúnaður er hægt að velja um þrjár MINI stillingar til að nýta mismunandi eiginleika MINI Countryman sem henta umferðinni og þörfum þínum. Hver og ein stilling hefur sitt sérstaka útlit.
MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - green mode MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - green mode

Green Mode.

Sjálfbær, einföld og algjörlega hljóðlaus. Þetta er sérlega skilvirk stilling sem mun láta rafhlöðuna þína endast og endast. 

MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - core mode MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - core mode

Core Mode.

Klassísk og þægileg MINI akstursupplifun með fáguðu, nútímalegu andrúmslofti.

MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - go-kart mode MINI alrafmagnaður Countryman - akstursupplifun - go-kart mode

Go-Kart Mode.

Þessi stilling er innblásin af hinum goðsagnakennda John Cooper Works og skapar mjög spennandi aksturstilfinningu. Með adrenalín-örvandi aksturstilfinningu, næmari tilfinningu í stýri og viðbrögðum við inngjöf.