SJÁLFBÆRNI

ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ TIL BAKA.

MINI hefur nú þegar náð verulegum árangri í sjálfbærri framleiðslu, en við vitum að enn er langt í lokamarkmiðið okkar.
Alrafmagnaður MINI Countryman - sjálfbærni - skuldbinding

OKKAR SKULDBINDING

Hjá MINI skuldbindum við okkur til að vera brautryðjendur í að ná fram jafnvægi sem sameinar MINI frammistöðu og sígilda hönnun með umhverfisvitund að leiðarjósi. Þessi skuldbinding kemur fram í gjörðum okkar Við bjóðum upp á dýravænt, leðurlaust innra rými sem er búið til úr sjálfbærum- og endurunnum efnum. 2D áklæðið fyrir mælaborð, hurðar og lok eru búin til úr yfir 90% endurunnum pólýester trefjum. Nýju hjólbarðarnir okkar eru unnin úr allt að 70% endurunni áli.

UMHVERFISVÆNT VAL Á EFNI.

Dýravænt innra rými er nú í boði hjá Mini þar sem við bjóðum nú spennandi valkosti í stað leðurs. Í sætum má finna nýstárleg efni úr prjónuðum og 100% endurunnnum textílum, sem veita sömu gæði og þægindi og leður, tryggja að engar málamiðlanir séu gerðar hvað varðar útlit, áferð og virkni. Og nýju stýrin okkar uppfylla allar strangar kröfur hvað varðar útlit, slitþol og endingu.

Alrafmagnaður MINI Countryman - sjálfbærni - valkostir í stað leðurs
Alrafmagnaður MINI Countryman - sjálfbærni - endurunnin efni

ENDURUNNIN EFNI OG TEXTÍLAR

Mælaborðið og armarnir í hurðunum okkar eru nú búnar vönduðu prjónuðu textílefni úr endurunnu pólýester. Nýstárlegt ferli sem breytir yfir 90% endurunninna pólýesterþráða í 2D efni, gerir okkur kleift að nota þá fyrir prjónuðu hlutana í mælaborðinu og hurðum. Ferlið notar um 98% minna vatn en bómull og dregur úr losun koltvísýrings um 80% miðað við hefðbundna pólýestervinnslu.

ENDURUNNIÐ ÁL Í FYRSTA SÆTI

Leiðarljós okkar við hönnunarferlið og vöruþróun er „endurunnið fyrst“. Allt að 70% af endurunnu áli úr álleifum er notað á felgurnar í nýrri kynslóð MINI farartækja okkar. Samhliða grænu rafmagninu sem notað er, spörum við um 90% af þeirri orku sem þarf miðað við frumframleiðslu áls. Afleidd álframleiðsla tengist 95% minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Alrafmagnaður MINI Countryman - sjálfbærni - Aukaál