epaasBanner.content.text


RAFKNÚINN MINI.
ÞITT AKSTURSLAG Á SAMLEIÐ MEÐ RAFBÍL.
232 km
Drægi (WLTP-prófun)
2,5 klst.
80% hleðslustaða (11 kW, riðstraumur)
32,6 kWh
Rafhlöðurýmd (nafngildi, 28,9 kWh)
35 mín.
80% hleðslustaða (50 kW, jafnstraumur)
50 kW
Gert fyrir hraðhleðslu með CCS-hleðslutengi
3,7 kW
Hefðbundin snúra fylgir


BYRJAÐU ALLA DAGA MEÐ FULLA HLEÐSLU.
1
nætur hleðsla
1
viku akstur
NÝR TAKTUR Í TILVERUNA.

INNSTUNGAN HEIMA.
Þú hefur í raun ekki þörf á flóknum búnaði til að hlaða heima við. Þú þarft aðeins að stinga í samband við hefðbundna 230 volta heimilisinnstungu (SchuKo) – og láta svo líða úr þér.
Rannsóknir okkar sýna að fólk nýtir innan við 20% af rafhlöðu MINI Cooper SE á dag við hefðbundinn daglegan akstur. Með venjulegri rafmagnsinnstungu tekur aðeins um þrjár klukkustundir að endurheimta þessi 20%. Stöðluð hleðslusnúra og millistykki fylgja að sjálfsögðu með nýjum rafknúnum MINI.
Auk þess er hægt að fá snúru af tegund 3 sem gerir þér kleift að hlaða þar sem þú leggur.
Á MEÐAN ÞÚ SEFUR.
Betra verður það ekki. Þú vaknar endurnærður eftir góðan svefn og hefur daginn með fulla hleðslu.
Þú getur stungið rafknúnum MINI í samband við rafmagnsinnstungu á heimilinu yfir nótt, ekki ósvipað farsímanum þínum, og vaknað til hans fullhlaðins (u.þ.b. 15 klukkustundir).
Ef þú leggur í bílastæðakjallara gætirðu sett upp eða látið setja upp einfalda SchuKo-innstungu við bílastæðið þitt.

GOTT AÐ VITA.

AFLIÐ Á VEGGNUM.
Þú getur að sjálfsögðu notað hefðbundnu hleðslusnúruna heima við eða á ferðalaginu en fyrsta flokks MINI-heimahleðslustöðin býður einnig upp á þægilega og hraðvirkari leið til að hlaða heim.
Tölur geta verið mismunandi en alla jafna skilar þriggja fasa 11 kW heimahleðslustöð allt að þrisvar sinnum hraðari hleðslutíma. Þannig er hægt að fullhlaða rafknúinn MINI á innan við 3,5 klukkustund.
Uppsetning heimahleðslustöðvar krefst fagþekkingar vottaðs rafvirkja. Ef þú hefur áhuga á að setja upp MINI-heimahleðslustöð erum við boðin og búin að koma þér í samband við sérfræðing á þínu svæði.


LAGT. HLAÐIÐ.
Allt að 20x hraðari
(með 50 kW jafnstraumshleðslubúnaði)
0 sekúndur
til spillis
HLAÐIÐ AÐ HEIMAN.

Fullnýttu tímann í bílastæðinu.
Þegar þú leggur rafknúnum MINI geturðu nýtt tímann með því að stinga í samband hleðslustöð, sem fer sífellt fjölgandi á almennum bílastæðum.
Alltaf fjölgar stórmörkuðum, verslunarstöðvum og öðrum verslunum sem bjóða upp á ókeypis aðgang að hleðslustöðvum eða hleðslubúnaði til viðhaldshleðslu á bílastæðum sínum. Aukinn fjöldi hótela leggur einnig áherslu á umhverfisvænni ímynd með því að bjóða gestum sem aka rafbílum upp á aukna þjónustu. Auk þess eru bílastæðahús einnig farin að bjóða upp á bílastæði með hleðslubúnaði án viðbótargjalds.
Sveigjanlegt og hreint.
Þú getur hlaðið rafknúinn MINI með snúru af tegund 3 (aukabúnaður) á 11 kW hleðslustöðvum.
Einhverjar hleðslustöðvar bjóða upp á bæði riðstraum (AC) um tengil af tegund 2 og jafnstraum (DC) um CCS-hleðslutengi sem býður upp á allt að 50 kW rafstraum.
Vissir þú að hleðslustöðvanetið í Þýskalandi er knúið með 100% grænni eða endurnýjanlegri orku?


AFL = VINNA/TÍMI.
Ef þú hefur aðgang að bílastæði í vinnunni gæti vinnuveitandi þinn gert margt vitlausara en að setja upp hleðslubúnað fyrir þig og samstarfsfólk þitt. Sömu skilyrði eiga við og um hleðslu heima við. Ef þú leggur í langan tíma er ekki þörf á háspennutengingu. Hefðbundin SchuKo-innstunga er það eina sem þarf til að þú getir ekið heim á fullhlaðinni rafhlöðu.
Hraðhleðsluafl CCS-hleðslutengja (Combined Charging System) spilar mikilvægt hlutverk þegar ekið er lengri ferðir..


HVERT SEM ÞÚ FERÐ.
100%
yfirsýn
∞
hleðslumöguleikar.
RAFMAGN ER ALLS STAÐAR.

SAMHÆFI = ÓHEFTUR SVEIGJANLEIKI.
Með tenglum henta bæði tegund 2 og CCS-hleðslutengjum nýturðu óhefts sveigjanleika og getur hlaðið á öllum hleðslustöðvum.
Í MINI fara saman hentug hleðslugetustærð og stöðug hleðsluafköst og þannig er tryggt að þú getir alltaf náð á leiðarenda – með fjölbreytta hleðslukosti þér til fulltingis.
ALLAR FERÐIR ERU UPPGÖTVUN.



VÆNN Á MARGA VEGU.
0 viðhald
8 ára ábyrgð á aflrás
0 losun
koltvísýrings staðbundið
UMHVERFISVÆNN SPARNAÐUR.

LÍTIÐ SLIT.
ENDURHEIMT HEMLUNARORKU.
Rafknúinn MINI umbreytir orku í rafmagn með því að nýta mótorinn sem rafal og hleður rafhlöðuna í hvert skipti sem þú hægir á.
Þessi endurheimt hemlaorku dregur einnig úr álagi á diskahemlana og kemur í veg fyrir myndun fínna rykagna vegna svörfunar hemladiskanna.

GÓÐ FYRIR BANKAREIKNINGINN. FRÁBÆR FYRIR UMHVERFIÐ.
Sýniútreikningarnir sýna hversu mikið er hægt að minnka losun koltvísýrings og eldsneytis- og viðhaldskostnað miðað við 15.000 km akstur á ári í samanburði við bensínvél.
Skilyrði:
- Miðað við núverandi verð á bensíni og kílóvattstund
- Rafbílar njóta skattaafsláttar
- Rafknúinn MINI hlaðinn á hleðslustöð eða heima við með 100% endurnýjanlegri orku – bensínbíll losar um 2,32 kg af koltvísýringi á hvern lítra
BENSÍNVÉLAR:
780 lítrar/ári
16 fullir geymar
u.þ.b. 1200 €1
+ u.þ.b. 260 € í viðbótarkostnað
1460 €/ári
1800 kg3 CO2
RAFKNÚINN MINI:
2150 kWh/ári
58 hleðslulotur
u.þ.b. 560 €1
+ u.þ.b. 120 € 2 viðbótarkostnað
680 €/ári
0 kg3 CO2
ALGENGAR SPURNINGAR.
ALGENGAR SPURNINGAR UM „HEIMAHLEÐSLU“.
Hvernig set ég upp heimahleðslustöð?
Við mælum með að þú nýtir þér uppsetningarþjónustu okkar til að tryggja rétta uppsetningu MINI-heimahleðslustöðvarinnar þinnar. Þú pantar þessa þjónustu hjá þínum söluaðila MINI um og MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðina. Opinber samstarfsaðili fyrir uppsetningar (Deutsche Telekom Technischer Service GmbH) tekur að því loknu að sér ráðgjöf, uppsetningu og gangsetningu.
Ef frekari vinnu þarf til að tengja hleðslustöðina er minnsta málið að fá tilboð frá rafvirkjanum.
Yfirlit yfir helstu kostina:
- Skoðun rafmagnstenginga á heimili þínu
- Ráðgjöf um heppilega uppsetningarstaði út frá bílastæði
- Uppsetning, tenging og gangsetning á æskilegum uppsetningarstað (þar með talið lagning um 2 m kapals á yfirborði)
- Kynning á hleðsluferlinu
- Tveggja ára ábyrgð
Hvaða kröfur þarf bílskúrinn minn að uppfylla?
Við mælum með þriggja fasta tengingu með minnst 16 ampera öryggi – þetta býður upp á 11 kW hleðslu fyrir bílinn. Þriggja fasa tenging með 32 ampera öryggi tryggir að ekki þarf að skipta út öryggi síðar meir. Tengiltvinnbíla er hægt að hlaða með 3,7 kW eins fasa rafmagni að hámarki með MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðinni.
Hver er ávinningurinn af MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðinni?
Styttri hleðslutími: Allt að 7,4 kW (eins fasa) eða 11 kW (þriggja fasa), 5,0 m snúra, snúra einföld í meðförum, innbyggð greining bilunarstraums (riðstraumsleki)
Get ég nota heimahleðslustöðina til að hlaða bíla frá öðrum framleiðendum?
Hversu löng er snúra MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðvarinnar?
Er hægt að aftengja snúruna frá heimahleðslustöðinni?
Nei
Get ég sett heimahleðslustöðina upp utandyra?
Berst geislun frá heimahleðslustöðinni?
Nei – ítarleg rafsegulprófanir hafa sýnt fram að engin geislun berst frá MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðinni.
Get ég læst heimahleðslustöðinni?
Meðan á hleðslu stendur læsist hleðslusnúran og bílnum er læst í leiðinni. Einnig er hægt að læsa BMW i Wallbox Connect-heimahleðslustöðinni þegar hún er ekki í notkun.
Er hægt að hafa bíl í sambandi við heimahleðslustöð lengi í senn, jafnvel í margar vikur?
Hvern hef ég samband við komi upp vandamál í sambandi við heimahleðslustöðina?
Ef óvænt vandamál kemur upp eftir að heimahleðslustöðin hefur verið sett upp eða ef heimahleðslustöðin bilar geturðu haft samband við okkur hvenær sem er í vaktsíma MINI fyrir bilanir og slys. Vaktsími MINI fyrir bilanir og slys:
Þjónustusímanúmer MINI: 5258000
Netfang: mini@mini.is
Afgreiðslutími: 09:00 til 18:00, mánudaga til föstudaga.