MINI CLUBMAN.

Hönnun MINI Clubman er einstaklega djörf og áberandi. þrátt fyrir það er hann sérstaklega fjölbreyttur og hentar því við öll tilefni.

FALLEG HÖNNUN.

Skoðaðu MINI Clubman betur.

Mælaborð og stýri í innanrými MINI Clubman.

NÝ HÖNNUN ÖKUMANNSRÝMIS.

MINI Clubman er búinn fjölmörgum nýjum tæknieiginleikum auk algjörlega nýrrar hönnunar ökumannsrýmis sem er jafnframsækið og tæknin sem það hefur að geyma. Meira pláss fæst á miðstokknum með því að sleppa hefðbundnu handbremsunni. Stjórntækin sjást vel og greinilega með litaðri umgjörð um mælaborð ökumannsrýmisins.

Mælaborð og stýri í innanrými MINI Clubman.

EFTIRMINNILEGUR ENDI.

Virtu fyrir þér sérstæðar en aðgengilegar tvískiptar hurðirnar á Mini Clubman. Þegar þú ert með fullt fangið geturðu notað snertilausa opnunareiginleikann til að opna með því að sveifla fætinum undir afturstuðarann – og að sjálfsögðu einnig með fjarstýringu. Lárétt ljósin, breið staðan og sportleg afstaða afturhlutans vekja aðdáun.

Mælaborð og stýri í innanrými MINI Clubman.

ENDURHANNAÐ RÝMI.

MINI Clubman er lengri og breiðari en fyrri gerðin – og aukaplássið er vel nýtt. Aukið rými gefur kost á fimm sætum, fjórum farþegahurðum og sérstæðum tvískiptum hurðum að aftan sem auka þægindi og notagildi.

 Mælaborð og stýri í innanrými Clubman

LÍTUR VEL ÚT.

Kunnuglegt sexstrent grillið og stór kringlótt aðalljósin á MINI Clubman hafa fengið ferska og skemmtilega upplyftingu og nýjar hönnunarlínur auka við glæsileikann ásamt afgerandi vindskeiðum að framan og aftan og straumlínulöguðum loftunarbúnaði fyrir framhjólin. Taktu líka eftir endurnýjuðu og upplýstu uggalöguðu loftnetinu á þakinu.

John Cooper Works

MINI JOHN COOPER WORKS CLUBMAN

MINI JOHN COOPER WORKS CLUBMAN.

Í MINI John Cooper Works Clubman höfum við blandað saman fjölhæfni og fágaðri hönnun. Með 231 hestafl undir vélarhlífinni og ALL4- aldrif sem gefur aukið grip í hressandi beygjum þarftu ekki að gera neinar málamiðlanir varðandi skemmtilegan aksturinn sem einkennir John Cooper Works. Mikið pláss og tvískiptar hurðir að aftan gera bílinn jafnframt nógu sveigjanlegan fyrir öll tækifæri.

dam Image