The all-electric MINI side view
COOPER SE 3 dyra
MINI 3 DYRA
MINI 3 DYRA
MINI 5 DYRA
MINI Countryman side view
Countryman
MINI Countryman SE side view
COUNTRYMAN SE
MINI John Cooper Works side view
MINI John Cooper Works logo

MINI COUNTRYMAN-ÚTLITSPAKKAR.

EFTIRSÓTTUR. ÚTHUGSAÐUR. 

Eftir mikla yfirlegu höfum við sett saman úrval spennandi búnaðarpakka. Þetta eru sérstakir búnaðar- og eiginleikavalkostir sem þú getur nýtt til að sérsníða MINI-bílinn þinn – og hrifist daglega af því hversu ómótstæðilegur hann er.

MINI Countryman F60 – útlitspakki – Salt

SALT.

Kryddaðu tilveruna. Umbreyttu MINI Countryman-bílnum þínum með MINI Salt-útlitspakkanum.

Hann innheldur: gólfmottur úr velúr + geymsluhólfapakka + sjálfvirka loftkælingu + ljósapakka.

Nýr MINI Countryman – útlitspakki – Pipar

PIPAR

Pipar-útlitspakkinn inniheldur aukabúnað sem bragð er að fyrir nýja MINI-bílinn þinn.

Auk þess að innihalda allt úr Salt-pakkanum færir Pipar-pakkinn þér ýmiss konar snjallan aukabúnað á borð við: 

Aðgangskerfi + armpúða að framan + MINI Excitement-pakka + 17" dekk með upphleyptum felguörmum.

MINI F60 – útlitspakki – Chili

CHILI.

Ef salt og pipar duga þér ekki mun Chili-búnaðarpakkinn bragðbæta MINI-blönduna þína með enn kröftugra viðbótarkryddi.

Gerðu bílinn enn álitlegri með stærri léttum álfelgum og endurbættu tau-/leðuráklæði í koltrefjasvörtum lit.

Innifalið í Chili-pakkanum er: 

Geymsluhólfapakki + MINI Excitement-pakki + ljósapakki + Dinamica-/leðursamsetning í koltrefjasvörtu (einungis John Cooper Works ALL4) + tau-/leðurlíkissamsetning í perlu-koltrefjasvörtu + 19" JCW hringarma tveggja tóna felgur (einungis John Cooper Works ALL4) + 17" Channel-arma felgur í svörtu (allar One- og Cooper-gerðir) + 18" pinnaarmafelgur (allar Cooper S-gerðir) + aðgangskerfi + gólfmottur úr velúr + armpúði að framan + sportsæti fyrir ökumann og farþega í framsæti (fyrir allar One- og Cooper-gerðir + Cooper SE) + MINI-akstursstillingar + sjálfvirk loftkæling + hraðastillir með bremsueiginleika.

Nýr MINI Countryman – útlitspakki – John Cooper Works

JOHN COOPER WORKS-ÁKLÆÐI.

Hér fer heitasti útlitspakkinn sem tryggir að MINI sker sig úr hvert sem hann fer.

Í þessum útlitspakka er allt sem er að finna í Chili-pakkanum. Að auki færðu hið fullkomna sportútlit á borð við: 

John Cooper Works straumlínulagaðan pakka með vindskeið að aftan + John Cooper Works-sportleðurstýri + 18" John Cooper Works léttar álfelgur með gripörmum + fótstig og fóthvílur úr ryðfríu stáli + loftklæðningu við framrúðu í kolgráu + sportfjöðrun (valfrjáls, án aukagjalds) + fjarlægðarstjórn fyrir bílastæði + John Cooper Works-útlitsskreytingar + úrval tau-/leður-/dinamica-/leðurlíkissamsetninga á áklæði + afkastastillingar (fyrir allar One og Cooper-gerðir) + MINI-akstursstillingar + JCW gljásvart yfirborð í innanrými.

MINI F60 – útlitspakki – MINI Yours

MINI YOURS-ÚTLITSPAKKI.

Viltu fá persónulegan MINI? Vertu persónulegri með MINI Yours-útlitspakkanum og umbreyttu MINI-bílnum þínum í það sem þig langar til.

MINI Yours-útlitspakkinn bætir við nytsamlegum eiginleikum eins og MINI Yours-gólfmottum + leðurklæddu MINI Yours-sportstýri sem bæði lítur vel út og er þægilegt viðkomu. Með því færðu einnig ýmsar flottar viðbætur á borð við 19" tveggja tóna léttar álfelgur með breskum örmum, MINI Excitement-pakkann + uppljómaðan MINI Yours gljásvartan eða MINI Yours silfurskyggðan aukabúnað fyrir innanrými. Að auki fylgja skynsamlegir en frábærir eiginleikar á borð við sjálfvirka loftkælingu og aðgangskerfið + MINI Yours-merki á ytra byrði.

MINI Countryman drives up a mountain road with All4 All-Wheel Drive.

TAKTU NÆSTA SKREF.