The all-electric MINI side view
COOPER SE 3 dyra
MINI Countryman SE side view
COUNTRYMAN SE

ÞITT AKSTURSLAG Á SAMLEIÐ MEÐ RAFBÍL.

Framtíðin er björt og rafvædd. Ef þú ert ekki enn viss í þinni sök skaltu kíkja hér á nokkur sannfærandi dæmi um hvernig hún kemur til með að laga sig að þínum daglegu venjum og aksturslagi. Taktu rafvæddri framtíðinni fagnandi.
The all-electric MINI The all-electric MINI

232 km

Drægi (WLTP-prófun)

2,5 klst.

80% hleðslustaða (11 kW, riðstraumur)

32,6 kWh

Rafhlöðurýmd (nafngildi, 28,9 kWh)

35 mín.

80% hleðslustaða (50 kW, jafnstraumur**)

50 kW

Gert fyrir hraðhleðslu með CCS-hleðslutengi

3,7 kW

Hefðbundin snúra fylgir

The all-electric MINI The all-electric MINI
>

BYRJAÐU ALLA DAGA MEÐ FULLA HLEÐSLU.

The all-electric MINI The all-electric MINI

1

nætur hleðsla.

1

viku akstur.

The all-electric MINI The all-electric MINI

NÝR TAKTUR Í TILVERUNA.

Um leið og þú tekur af stað í rafknúnum áttarðu þig á að hann er ekki eingöngu skemmtilegur í akstri, afkastamikill, viðbragðsfljótur og hljóðlátur. Rafknúinn MINI lýkur einnig upp nýjum heimi daglegra venja og lífstíls. Enda geturðu nú „fyllt á“ bílinn með eins miklu „eldsneyti“ og þú þarft, þegar þú þarft það – heima hjá þér.
Rafknúinn MINI – hleðsla – heimilisinnstunga

INNSTUNGAN HEIMA.

Þú hefur í raun ekki þörf á flóknum búnaði til að hlaða heima við. Þú þarft aðeins að stinga í samband við hefðbundna 230 volta heimilisinnstungu (SchuKo) – og láta svo líða úr þér.

Rannsóknir okkar sýna að fólk nýtir innan við 20% af rafhlöðu MINI Cooper SE á dag við hefðbundinn daglegan akstur. Með venjulegri rafmagnsinnstungu tekur aðeins um þrjár klukkustundir að endurheimta þessi 20%.

Á MEÐAN ÞÚ SEFUR.

Betra verður það ekki. Þú vaknar endurnærður eftir góðan svefn og hefur daginn með fulla hleðslu.

Þú getur stungið rafknúnum MINI í samband við rafmagnsinnstungu á heimilinu yfir nótt, ekki ósvipað farsímanum þínum, og vaknað til hans fullhlaðins (u.þ.b. 15 klukkustundir).

Ef þú leggur í bílastæðakjallara gætirðu sett upp eða látið setja upp einfalda SchuKo-innstungu við bílastæðið þitt.

Rafknúinn MINI – heimahleðsla – snúra og kló

GOTT AÐ VITA.

Gott er að hafa í huga þá staðreynd að rafmagn til heimilisnota er greitt samkvæmt kílóvatti/klst. og þess vegna skiptir ekki máli, peningalega séð, hvort hleðsla MINI er hröð eða hæg.
Rafknúinn MINI – MINI-heimahleðslustöð – heimahleðsla

AFLIÐ Á VEGGNUM.

Þú getur notað hleðslusnúruna heima eða á ferðalaginu, en auk þess geturðu fest snúruna upp á vegg á bílastæðinu þínu og notað hana sem valkost fyrir heimahleðslustöðina. Þá þarf að nota sérstaka þriggja fasa og 11 kW búnað sem leiðir til allt að þrisvar sinnum hraðari hleðslutíma. Þannig er hægt að fullhlaða rafknúinn MINI á innan við 3,5 klukkustund.

Uppsetning þriggja fasa og 11 kW aflgjafa krefst fagþekkingar vottaðs rafvirkja. Ef þú hefur áhuga á að setja upp MINI-heimahleðslustöð erum við boðin og búin að koma þér í samband við sérfræðing á þínu svæði.

>

LAGT. HLAÐIÐ.

The all-electric MINI The all-electric MINI

Allt að 20x hraðari

(með 50 kW jafnstraumshleðslubúnaði).

0 sekúndur

til spillis.

The all-electric MINI The all-electric MINI

HLAÐIÐ AÐ HEIMAN.

Akstur MINI er hreint og beint yndi en samt þarf að leggja honum endrum og eins – mest allan daginn reyndar.
Rafknúinn MINI – hleðsla á hleðslustöðvum – í vinnunni

Fullnýttu tímann í bílastæðinu.

Þegar þú leggur rafknúnum MINI geturðu nýtt tímann með því að stinga í samband hleðslustöð, sem fer sífellt fjölgandi á almennum bílastæðum.

Alltaf fjölgar stórmörkuðum, verslunarstöðvum og öðrum verslunum sem bjóða upp á ókeypis aðgang að hleðslustöðvum eða hleðslubúnaði til viðhaldshleðslu á bílastæðum sínum. Aukinn fjöldi hótela leggur einnig áherslu á umhverfisvænni ímynd með því að bjóða gestum sem aka rafbílum upp á aukna þjónustu. Auk þess eru bílastæðahús einnig farin að bjóða upp á bílastæði með hleðslubúnaði án viðbótargjalds.

Sveigjanlegt og hreint.

Þú getur hlaðið rafknúinn MINI með snúru af tegund 3 á 11 kW hleðslustöðvum.

Einhverjar hleðslustöðvar bjóða upp á bæði riðstraum (AC) um tengil af tegund 2 og jafnstraum (DC) um CCS-hleðslutengi sem býður upp á allt að 50 kW rafstraum.

Vissir þú að hleðslustöðvanetið í Þýskalandi er knúið með 100% grænni eða endurnýjanlegri orku?

Rafknúinn MINI – hleðsla á hleðslustöðvum – CCS-hleðslutengi
Rafknúinn MINI – hleðsla á hleðslustöðvum – SchuKo-tengi

AFL = VINNA/TÍMI.

Ef þú hefur aðgang að bílastæði í vinnunni gæti vinnuveitandi þinn gert margt vitlausara en að setja upp hleðslubúnað fyrir þig og samstarfsfólk þitt. Sömu skilyrði eiga við og um hleðslu heima við. Ef þú leggur í langan tíma er ekki þörf á háspennutengingu. Hefðbundin SchuKo-innstunga er það eina sem þarf til að þú getir ekið heim á fullhlaðinni rafhlöðu.

Hraðhleðsluaflið í CCS-hleðslutengjum (Combined Charging System) spilar mikilvægt hlutverk þegar ekið er lengri ferðir.

>

HEIMSINS STÆRSTA NETIÐ Í NETTU KORTI.

The all-electric MINI The all-electric MINI

Eitt kort

er allt sem þarf.

12.000+

hleðslustöðvar sem fer hratt fjölgandi.

The all-electric MINI The all-electric MINI

ALLT FYRIR EITT. EITT FYRIR ALLT.

MINI ELECTRIC er komið í samstarf við MINI Charging til að veita þér aðgang að heimsins stærsta neti samhæfra hraðhleðslustöðva. Allt sem þú þarft er eitt RFID-hleðslukort.
Rafknúinn MINI – ChargeNow – MINI Connected

HLEÐSLA ÞEGAR ÞÉR HENTAR.

MINI Charging veitir þér aðgang að meira en 100.000 hleðslustöðvum um gervalla Evrópu. Í Þýskalandi einu saman eru næstum 20.000 hleðslustöðvar.

Það eina sem þú þarft að gera er að virkja hleðsluna með snjallsímanum þínum eða RFID-korti. Mínútugjald er innheimt og þú færð mánaðarlega sent yfirlit yfir hverja hleðslu fyrir sig og hvað hver hleðsla kostaði.

Frekari upplýsingar um MINI Charging og gagnvirkt kort yfir allar hleðslustöðvar er hægt að nálgast með tenglinum hér að neðan.

>

HVERT SEM ÞÚ FERÐ.

The all-electric MINI The all-electric MINI

100%

yfirsýn.

hleðslumöguleikar.

The all-electric MINI The all-electric MINI

RAFMAGN ER ALLS STAÐAR.

Rafknúinn MINI hefur allt sem til þarf, hvort sem þú ert á leiðinni í helgarfrí eða í heimsókn til vina.
Rafknúinn MINI – hleðsla – samhæfi

SAMHÆFI = ÓHEFTUR SVEIGJANLEIKI.

Með tenglum henta bæði tegund 2 og CCS-hleðslutengjum nýturðu óhefts sveigjanleika og getur hlaðið á öllum hleðslustöðvum.

Í MINI fara saman hentug hleðslugetustærð og stöðug hleðsluafköst og þannig er tryggt að þú getir alltaf náð á leiðarenda – með fjölbreytta hleðslukosti þér til fulltingis.

UPPLÝSINGAR VIÐ HÖNDINA.

Rafknúinn MINI getur aðstoðað þig við ferðaáætlunina og leiðarval í rauntíma með samþættingu við MINI Charging.
Rafknúinn MINI – ChargeNow – skipulagning leiða
Rafknúinn MINI – bestu leiðir – samfélag um rafknúin akstur

ALLAR FERÐIR ERU UPPGÖTVUN.

Ef þú vilt nákvæmari ferðaáætlun hefurðu aðgang að fjölda annarra verkfæra í sístækkandi netsamfélagi um rafknúinn akstur til að auðvelda þér útreikningana – t.d. æskilegan aksturshraða eða fljótustu leiðina.
>

VÆNN Á MARGA VEGU.

The all-electric MINI The all-electric MINI

Ekkert viðhald

8 ára ábyrgð á aflrás.

Engin losun

koltvísýrings í sjálfum akstrinum.

The all-electric MINI The all-electric MINI

UMHVERFISVÆNN SPARNAÐUR.

Rafknúinn akstur hefur minni áhrif á umhverfið og veskið þitt – ef allt er rétt gert.
Rafknúinn MINI – aflrás – sparnaður

LÍTIÐ SLIT.

Rafknúin aflrás MINI er samsett úr mun færri hreyfanlegum hlutum en brunahreyfill. Þetta þýðir færri hluti sem þarf að gera við eða skipta um.

ENDURHEIMT HEMLUNARORKU.

Rafknúinn MINI umbreytir orku í rafmagn með því að nýta mótorinn sem rafal og hleður rafhlöðuna í hvert skipti sem þú hægir á.

Þessi endurheimt hemlaorku dregur einnig úr álagi á diskahemlana og kemur í veg fyrir myndun fínna rykagna vegna svörfunar hemladiskanna.

Rafknúinn MINI – hemlar – endurheimt hemlaorku

GÓÐ FYRIR BANKAREIKNINGINN. FRÁBÆR FYRIR UMHVERFIÐ.

Sýniútreikningarnir sýna hversu mikið er hægt að minnka losun koltvísýrings og eldsneytis- og viðhaldskostnað miðað við 15.000 km akstur á ári í samanburði við bensínvél.

Forsendur:

  1. Miðað við núverandi verð á bensíni og kílóvattstund
  2. Rafbílar njóta skattaafsláttar
  3. Rafknúinn MINI hlaðinn á hleðslustöð eða heima við með 100% endurnýjanlegri orku – bensínbíll losar um 2,32 kg af koltvísýringi á hvern lítra
The all-electric MINI The all-electric MINI

BENSÍNVÉLAR:

780 lítrar/ári

16 fullir geymar

u.þ.b. 1200 €1

+ u.þ.b. 260 € í viðbótarkostnað

1460 €/ári 

1800 kg3 CO2

RAFKNÚINN MINI: 

2150 kWh/ári

58 hleðslulotur

u.þ.b. 560 €1

+ u.þ.b. 120 € í viðbótarkostnað

680 €/ári

0 kg3 CO2

The all-electric MINI The all-electric MINI
Rafknúinn MINI – sjálfbærni – sparnaður

Á KROSSGÖTUM.

Fyrsti Mini sem smíðaður var árið 1959 var þegar sparneytinn á eldsneyti. Í dag eru sömu almennu meginreglurnar notaðar fyrir rafbílalínuna okkar. Rafknúinn MINI Cooper SE og MINI Countryman-tengiltvinnbíll taka leiðandi framfaraskref inn í sjálfbærari framtíð með rafmagnaðri aksturstækni. Ef MINI Cooper SE er hlaðinn með rafmagnsblöndu frá ESB verður hann jafn umhverfisvænn – eða enn umhverfisvænni – en MINI Cooper S-bensínbíll eftir u.þ.b. 30.000 km akstur.

Ef MINI Cooper SE er hlaðinn með endurnýjanlegri orkublöndu verður hann hreinni eða umhverfisvænni en sambærilegur bensínbíll eftir u.þ.b. 19.000 km akstur. Yfir allan líftíma sinn hefur MINI Cooper SE minni áhrif á hugsanleg gróðurhúsaáhrif – 40% minni með ESB-rafmagnsblöndu og 70% minni með endurnýjanlegri orkublöndu.*

Og við látum ekki staðar numið þar. Allar BMW Group-verksmiðjur í Evrópu hafa verið knúnar með 100% grænni raforku frá árinu 2017. Við aukum einnig sífellt við kolefnissparneytnar flutningsaðferðir og yfir helmingur bílanna okkar fer frá verksmiðjunum með lest. Í desember 2019 gekk BMW Group til liðs við „Getting to Zero Coalition“ með það að markmiði að draga úr koltvísýringi í sjávarútvegi um allan heim.

*Greining á líftíma frá og með nóvember 2019.

MINI Electrify-áætlunin

RAFMAGNAÐU AKSTURINN MEÐ MINI-FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU.

Spennandi og umhverfisvænn akstur á viðráðanlegu verði. MINI hefur gert rafknúinn akstur aðgengilegri og meira aðlaðandi en nokkru sinni fyrr.


STILLA GILDI


Stilltu einfaldlega inntaksgildin hér að neðan til að fá nýjasta samanburðinn.

MINI Electric
Sambærileg bensínknúin ökutæki
Mögulegur sparnaður á ári

Breytingar á gildum hafa áhrif á útreikninga og upphæðir sem sparast. Sjálfgefin gildi eru ákvörðuð á grundvelli meðalverðs sem skráð hefur verið síðustu 12 mánuði. Allar upplýsingar hér geta breyst.

REIKNIVÉL FYRIR HLEÐSLUTÍMA.

EF ÞÚ EKUR ÞESSA VEGALENGD Á HVERJUM DEGI
km
0 km 200 km
Þarftu að hlaða þetta oft í hverri viku
x
Þú þarft þetta hlutfall fullrar hleðslu á hverjum degi
%
Í samanburði við svipaðan bensínknúinn bíl gætirðu mögulega sparað

AUÐVELD HRAÐHLEÐSLA HEIMA VIÐ

tímalengd í klst.
 
kostnaður
 
tímalengd í klst.
 
kostnaður
 

HRAÐHLEÐSLA Á FERÐINNI

tímalengd í klst.
 
kostnaður
 
tímalengd í klst.
 
kostnaður
 

Drægið á einni hleðslu er reiknað út frá prófunarlotu raunnotanda. Raunverulegt drægi er undir fjölmörgum breytum komið, einkum hjólbarða- og felgustærð, aksturslagi hvers bílstjóra, valinni leið, veðurskilyrðum, notkun á miðstöð/loftkælingu og forstillingu hitastigs. Raunverulegur hleðslutími getur verið frábrugðinn hleðslutímum sem sýndir eru hér, allt eftir ytri þáttum, svo sem rafspennu eða hitastigi utandyra. Hleðslutímarnir hafa verið mældir út frá útihitastigi sem er 25°C.

HVERSU LANGT GETURÐU FARIÐ?

Við höfum búið til snjallreiknivél til að þú getir séð hversu langt þú getur ekið á einni hleðslu.

 

ALGENGAR SPURNINGAR.

HEIMAHLEÐSLA.

Við mælum með að þú nýtir þér uppsetningarþjónustu okkar til að tryggja rétta uppsetningu MINI-heimahleðslustöðvarinnar þinnar. Þú pantar þessa þjónustu hjá söluaðila MINI um leið og þú pantar MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðina. Opinber samstarfsaðili fyrir uppsetningar (Deutsche Telekom Technischer Service GmbH) tekur að því loknu að sér ráðgjöf, uppsetningu og gangsetningu.

Yfirlit yfir helstu kostina:

  • Skoðun á kröfum vegna rafmagnstenginga á heimili þínu.
  • Ráðgjöf um heppilega uppsetningarstaði út frá bílastæði.
  • Uppsetning, tenging og gangsetning á æskilegum uppsetningarstað (þar með talið lagning um 2 m kapals á yfirborði).
  • Kynning á hleðsluferlinu.
  • Tveggja ára ábyrgð.
Við mælum með þriggja fasta tengingu með minnst 16 ampera öryggi – þetta býður upp á 11 kW hleðslu fyrir bílinn. Þriggja fasa tenging með 32 ampera öryggi tryggir að ekki þarf að skipta út öryggi síðar meir. Tengiltvinnbíla er hægt að hlaða með 3,7 kW eins fasa rafmagni að hámarki með MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðinni.
Styttri hleðslutími: Allt að 7,4 kW (eins fasa) eða 11 kW (þriggja fasa), 5,0 m snúra, snúra einföld í meðförum, innbyggð greining bilunarstraums (riðstraumsleki).
Já, ef þú notar hleðslukló af gerð 2 eða CCS-hleðslutengi (samsetta kló).
Fimm metrar, tryggilega festur við heimahleðslustöðina.
Nei.
Já, MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðin er vottuð fyrir notkun utandyra í samræmi við verndarflokk IP 54. Þetta merkir að veðurvörn er ekki algerlega nauðsynleg. Heimahleðslustöðin er þróuð og vottuð fyrir notkun utandyra. Við mælum aftur á móti með að hún sé sett upp innandyra þar sem það er þægilegra; þetta kemur einnig í veg fyrir að snjór eða ís safnist upp á heimahleðslustöðinni að vetri til og þannig er hún varin gegn óhreinindum og mosagróðri.
Nei – ítarleg rafsegulprófanir hafa sýnt fram að engin geislun berst frá MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðinni.
Meðan á hleðslu stendur læsist hleðslusnúran og bílnum er læst í leiðinni. Einnig er hægt að læsa BMW i Wallbox Connect-heimahleðslustöðinni þegar hún er ekki í notkun.
Já – en þetta þýðir þó stöðuga rafmagnsnotkun, þótt í litlu magni sé.
Ef óvænt vandamál kemur upp eftir að heimahleðslustöðin hefur verið sett upp eða ef heimahleðslustöðin bilar geturðu haft samband við okkur hvenær sem er í vaktsíma MINI fyrir bilanir og slys: XXXXXXXXX.

MINI CHARGING.

Leiðsögukerfi MINI veitir þér beinan aðgang að öllum hleðslustöðvum innan MINI Charging-netsins.

Einnig er hægt að leita að hleðslustöðvum: Þegar þú færir „charging stations“ (hleðslustöðvar) inn sem áfangastað í leiðsögukerfinu birtist listi yfir hleðslustöðvar í næsta nágrenni.

MINI Charging-forritið býður þér upp á aðra leið til að nálgast lista yfir nálægar hleðslustöðvar í snjallsímanum þínum.

Þú getur notað MINI Charging-kortið eða MINI Charging-forritið til að opna hleðslustöðvar og hefja hleðslu.

Hægt er að stjórna sumum hleðslusúlum með MINI Charging-forritinu. Forritið, sem búið er innbyggðum QR-kóðaskanna, er einfalt í uppsetningu sem og notkun. Þú setur það upp með því að sækja forritið, slá inn MINI Charging-samningsnúmerið þitt og PIN-númerið þitt.

Bíllinn er hlaðinn með rafrænum greiðslum – þú greiðir á einfaldan máta með einni mánaðarlegri beingreiðslu á greiðslureikningnum þínum. Á MINI Charging-netreikningnum þínum finnurðu nýjasta yfirlitið yfir hleðsluferlin þín og kostnað.

  1. Dreptu á mótornum og settu stöðuhemilinn á.
  2. Ef með þarf skal stilla strauminn fyrir hleðslu.
  3. Ekki nota framlengingarsnúrur.
  4. Tengdu og aftengdu hleðslusnúruna alltaf í eftirfarandi röð:

    Tenging:

    1. Stingdu í samband við innstunguna.
    2. Stingdu í samband við bílinn.

     

    Aftenging:

    1. Aftengdu frá bílnum.
    2. Aftengdu frá innstungunni.

     

    LED-ljós:

    • Hvítt ljós: Merkjaljós
    • Rautt ljós: Hleðsluvilla
    • Appelsínugult ljós: Ræsir
    • Blátt ljós: Hleður
    • Grænt ljós: Hleðslu lokið

     

  5. Læstu bílnum. Hleðsla hefst ekki fyrr en búið er að læsa bílnum.

Hefðbundin hleðsla með riðstraumi (AC):

Þetta tryggir skilvirka hleðslu, yfirleitt að nóttu til en einnig á daginn. Í samanburði við venjulega heimilisinnstungu býður hleðslustöð með riðstraumi upp á meira afl og hún getur hlaðið rafhlöðu á örfáum klukkustundum. Þessi gerð hleðslustöðva er nefnd riðstraumhleðslustöð.

Hraðhleðsla með jafnstraumi (DC**):

Hraðhleðslustöðvar með jafnstraumi** eru betri valkostur þegar þörf er á hraðri hleðslu. Þær geta hlaðið rafhlöðu bílsins hratt – til dæmis á meðan þú ert að versla eða þegar þú ferð út að borða. Hleðslan tekur 30 til 40 mínútur. Þessi gerð hleðslustöðva er nefnd jafnstraumshleðslustöð**.

Frekari upplýsingar er að finna á minicharging.chargemasterplc.com/

Athugaðu: Ef vandamál kemur upp vegna hleðslusúlu skaltu hafa samband við rekstraraðila viðkomandi hleðslusúlu. Símanúmer rekstraraðilans er yfirleitt hægt að finna á hleðslusúlunni.

Símanúmer MINI-Charging: XXXXXXXXX
Netfang: XXXXXXXXX
Afgreiðslutími: 09:00 til 18:00, mánudaga til föstudaga

Þjónustusímanúmer MINI: XXXXXXXXX
Netfang: XXXXXXXXX
Afgreiðslutími: 09:00 til 18:00, mánudaga til föstudaga

UMHVERFIS- OG SAMFÉLAGSVIÐMIÐ Í BIRGJANETINU.

Helstu hráefnin í háspennugeymslunni eru kóbalt, litíum, grafít og nikkel. Ytra byrði háspennurafhlöðunnar er úr áli. MINI (BMW Group) leggur mikla áherslu á að þróa birgðakeðju sem er ábyrg, sjálfbær og uppfyllir okkar eigin ströngu siðferðis- og mannréttindaviðmið. Allir birgjar sem koma til greina verða að veita upplýsingar um innleiðingu umhverfis-, samfélags- og stjórnunarstaðla, þ.m.t. hvað varðar mannréttindi og bann við nauðungarvinnu.

Við vinnum náið með helstu hráefnisbirgjum til að tryggja að öll efni séu framleidd á ábyrgan hátt, bæði til að vernda og efla umhverfisvernd og til að tryggja ávallt öryggi og velferð starfsmanna í birgðakeðjunni. Við höldum einnig áfram að straumlínulaga flutningsaðgerðir til að draga úr áhrifum af flutningi hluta til verksmiðjanna okkar.

MINI (BMW Group) skoðar uppruna hráefna sinna mjög ítarlega og með gagnrýnum hætti. Við val á birgjum fylgjum við leiðbeiningum OECD um áreiðanleikakönnun vegna ábyrgra viðskiptahátta. Ennfremur krefjum við beina birgja okkar um að sjálfbærnikröfur okkar gildi um þeirra eigin birgja. Gegnsæi birgjaneta er grunnurinn að því að tryggja að sjálfbærnikröfur okkar gildi gagnvart birgjum okkar.

Við einsetjum okkur að kóbaltvinnslan okkar sé sjálfbær og eigum í samstarfi um það við BASF, Samsung SDI og Samsung Electronics. Í sameiginlegu verkefni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó viljum við skilja betur hvernig hægt er að bæta lífs- og starfsskilyrði heimamanna. Til að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum og styðja við fólkið í Kongó höfum við einnig fengið German Society for International Cooperation (GIZ) GmbH til að bæta vinnuaðstæður í kóbaltnámum í tilraunaverkefni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Við vitum að við berum ábyrgð á því að námuvinnsla og úrvinnsla hráefnanna okkar fari fram við eðlilegar kringumstæður. Við heimsækjum staðina reglulega, þekkjum námurnar og vinnubrögð samstarfsaðila okkar og tryggjum hrein úrvinnsluferli.

Til að draga almennt úr þörfinni fyrir mikilvæg hráefni eins og kóbalt stefnir BMW Group auk þess að því að auka hlutfall endurunnins kóbalts í rafhlöðusellum.

Í álinnkaupaferlinu kaupum við ekki aðeins efni sem við þurfum heldur bjóðum við birgjum okkar efnið á áreiðanlegu og útreiknanlegu verði. Þetta gerir alla skipulagningu tryggari hjá báðum aðilum. Til að geta uppfyllt langtímakröfur okkar um sjálfbæra framleiðslu áls í framtíðinni varð BMW Group fyrsti bílaframleiðandinn til að taka þátt í verkefninu Aluminium Stewardship Initiative – sem kallar á virkan hátt eftir vistvænni og samfélagslegri sjálfbærni fyrir vottað ál í allri virðiskeðju álframleiðslu – allt frá námunni til endurvinnsluferlisins.
Við leggjum einnig metnað okkar í að nota meira endurunnið ál í framleiðsluferlum okkar. Notkun endurunninna efna hefur jákvæð áhrif, sérstaklega á eftirfarandi sjálfbærniþætti: líffræðilega fjölbreytni, losun koltvísýrings (einkum í hráefnum með orkufreka framleiðslu eins og áli, stáli og kopar) og minnkun úrgangs. Meðalhlutfall endurunnins áls í bílunum okkar er 20%. Hlutfallið er 40% í málmsteypum með álblendi. Við vinnum með Aluminium Stewardship Initiative að vottun samstarfsaðila okkar í álframleiðslu í samræmi við yfirlýst sjálfbærniviðmið okkar. Frekari upplýsingar er að finna á aluminium-stewardship.org

Litíum sem notað er í íhlutina í Mini Cooper SE kemur frá Ástralíu. Námuvinnslan er úr grjóthleðslum og um hana gilda ströngustu staðlar hvað varðar sjálfbærni. BMW Group heldur áfram að rannsaka hvernig efni eins og litíum er hægt að endurnýta með endurvinnslu rafhlöðu – til dæmis með endurframleiðslu eða „lokuðum ferlum“.

Með því að hafa birgðakeðjuna okkar opna og gegnsæja eigum við auðveldara með að greina vandamál og takast á við þau á skilvirkan hátt, oft í samstarfi við birgja okkar og aðra hagsmunaaðila. Aukið gagnsæi og bætt auðlindanýting í birgðakeðjum okkar byggir á fylgni við umhverfis- og samfélagsstaðla eins og þeir eru skilgreindir í sjálfbærniviðmiðum BMW Group fyrir birgjanetið. Allir birgjar verða að taka tillit til sjálfbærnikrafna BMW Group í tilboðum sínum. Ennfremur fylgjum við alþjóðlegum stöðlum á borð við leiðbeiningar úr Global Compact-verkefni Sameinuðu þjóðanna (Davos, janúar 1999) og „Yfirlýsingu um grundvallarréttindi í atvinnulífinu“ (Genf, júní 1998), Alþjóðlegu verkalýðssamtökunum (ILO) og áreiðanleikakönnunarferli þeirra í samræmi við kröfur úr „Leiðbeinandi reglur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi.“

Þegar upp er staðið ræðst það mest af uppruna rafmagnsins sem notað er í hleðsluna hversu umhverfisvænn hver rafbíll er. Annar þáttur í kolefnisspori á endingartímanum er orkan sem notuð var til að framleiða rafhlöðuna. Með þetta í huga sýndu prófanir að ef MINI Cooper SE er hlaðinn með endurnýjanlegri raforkublöndu er hann orðinn umhverfisvænni – eða hefur „unnið af sér“ kolefnisspor úr framleiðslunni – eftir u.þ.b. 19.000 km. Á öllum endingartímanum er losun MINI Cooper SE 40% lægri (ESB-rafmagnsblanda) og 70% lægri (endurnýjanleg orkublanda) samanborið við MINI Cooper S-bensínbíl. Það þýðir að út frá hefðbundnum daglegum akstursfjarlægðum tekur aðeins tólf mánuði fyrir MINI Cooper SE að vega upp aukna losun gróðurhúsalofttegunda úr framleiðslu bílsins.

Rafknúinn Mini – hvítur og svartur – séð að framan

HANNAÐU ÞINN EIGIN RAFKNÚNA MINI.

TAKTU NÆSTU SKREF.

The all-electric MINI side view
COOPER SE 3 dyra
MINI Countryman SE side view
COUNTRYMAN SE