dam Image
BREYTING Á LÖGBUNDNUM PRÓFUNARAÐFERÐUM FYRIR EYÐSLU, ÚTBLÁSTUR OG MENGUNARVALDA.

Á BETUR VIÐ Í DAGLEGUM AKSTRI. SKÝRARI NIÐURSTÖÐUR.

NEDC-prófunin (New European Driving Cycle) var kynnt til sögunnar árið 1992. Síðan þá hefur þessi aðferð verið notuð til að ákvarða gildi fyrir eldsneytisnotkun og útblástur ökutækja. Hins vegar hafa skilyrðin við þessa rannsóknarstofuprófun alltaf haft í för með sér ókosti við að ákvarða gildi fyrir eyðslu og útblástur sem eiga við um daglegan akstur.

Þess vegna mun nýtt prófunarferli leysa NEDC-prófunina að hólmi í þrepum fyrir haustið 2018. Nýja prófunarferlið kallast WLTP (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure).

Um er að ræða rannsóknarstofuprófun sem mun einnig fela í sér útblástursprófun sem mælir mengunarvalda á vegum: RDE (Real Driving Emissions).

FRÁ NEDC TIL WLTP.

RAUNHÆFARI GILDI FYRIR EYÐSLU OG ÚTBLÁSTUR, ÞÖKK SÉ RAUNVERULEGRI PRÓFUNARSKILYRÐUM.

WLTP er ný lögbundin prófunaraðferð fyrir alla bílaframleiðendur til að ákvarða tölur fyrir útblástursefni og eldsneytisnotkun. Með því að færa prófunarskilyrðin nær raunveruleikanum mun WLTP skila gildum sem eru eiga betur við um raunverulegan akstur. Ein af breytingunum er töluvert lengri prófunartími (30 mínútur í stað 20 mínútna) ásamt endurskilgreindum og töluvert meiri prófunarhraða.

Til að gefa nákvæmari gildi um losun koltvísýrings mun nýja prófunaraðferðin ekki aðeins innihalda staðalbúnað – eins og fyrri prófunin – heldur einnig allan sérbúnað ökutækis. Þetta skilar tveimur gildum fyrir hverja gerð ökutækis: lægsta og hæsta staðlaða útblástursgildi í samræmi við valinn búnað.

Þegar um er að ræða tiltekna útfærslu á bíl er þó einnig hægt að tilgreina stakt staðlað gildi beint.

WLTP auðveldar þér að sjá eyðslu og koltvísýringslosun ökutækis í framtíðinni. Þar sem þessi gildi verða mæld á raunsærri hátt en áður má búast við að mælingar sýni meiri eyðslu og losun koltvísýrings hjá ökutækjum með brunahreyfil. Drægi rafhlöðunnar minnkar hjá rafmagnsbílum.

MINI er nú þegar að vinna að því að skipta yfir í nýju prófunaraðferðina og undirbýr vöruframboð sitt skref fyrir skref með nýjum ökutækjum, nýjum vélarútgáfum eða tæknilegum endurskoðunum. Þetta mun tryggja algjört samræmi við WLTP fyrir allan flota BMW Group. 

Frá og með september 2018 ber öllum bílaframleiðendum í Evrópusambandinu, sem og í Sviss og Tyrklandi, lagaleg skylda til að framleiða einungis bíla sem hafa verið prófaðir í samræmi við WLTP-prófunaraðferðina. Skiptin á mörkuðunum munu fara eftir viðeigandi landslögum. Hins vegar þurfa öll lönd sem taka upp löggjöf ESB fyrir samþykkt ökutækja að gefa upp WLTP-gildi fyrir öll ökutæki fyrir desember 2020.

„Nýja prófunin sér til þess að mælingar á rannsóknarstofu endurspegla betur aksturseiginleika bíls.“*
     

– Evrópusamtök bílaframleiðenda

 

WLTP BORIÐ SAMAN VIÐ NEDC.

Þetta helsti munurinn á milli gömlu og nýju prófunaraðferðarinnar.

Prófunarskilyrði
NEDC
WLTP
Prófunartími
20 mín.
30 mín.
Prófunarvegalengd
11 km
23,5 km
Tími í kyrrstöðu
25%
13%
Prófunarstig
Innanbæjar-/utanbæjarakstur, (blandaður akstur)
Lítill, miðlungs, mikill, mjög mikill, (blandaður akstur); (auk „borgaraksturs“ fyrir rafmagnsbíla og bíla með tengitvinndrif)
Hraði
Meðalhraði:
34 km/klst.
Hámarkshraði: 120 km/klst.
Meðalhraði: 46,6 km/klst. Hámarkshraði: 131 km/klst.
Hitastig
20–30 °C Vél ræst köld 14 °C (prófað við 23 °C, leiðrétt fyrir 14 °C)Vél ræst köld
Valkostir fyrir sérbúnað
Ekki tekið tillit til
Tekið er tillit til alls aukabúnaðar hvað varðar áhrif á loftmótstöðu, þyngd og veltiviðnám.

RAUNVERULEGUR ÚTBLÁSTUR VIÐ AKSTUR.

TAKMÖRKUN Á GILDUM MENGUNARVALDA Á VEGINUM.

Auk WLTP verða allir bílaframleiðendur að fylgja RDE (Real Driving Emissions, raunverulegur útblástur við akstur) frá og með september 2018. Í RDE-prófunum er útblástur mengunarvalda eins og agna og köfnunarefnisoxíðs (NOx) mældur á veginum. Þessi aðferð ákvarðar meðalgildi útblásturs sem búast má við í daglegum akstri.

ITil þess að draga enn meira úr þessum gildum fyrir mengunarvalda notar MINI ýmsa tækni til að minnka útblástur í bílunum sínum, meðal annars BluePerformance með SCR (Selective Catalytic Reduction) og agnasíur í dísilbílum og bensínbílum. Með þessu móti getur MINI fylgt lágum viðmiðunargildum staðalsins EU6c fyrir útblástursefni, sem er skylda fyrir öll ný ökutæki frá og með haustinu 2018. Staðallinn EU6c fyrir útblástursefni fyrirskipar lægri mörk fyrir ökutæki með bensínvélar en staðallinn EU6b. Sömu mörk gilda fyrir ökutæki með dísilvélar innan ferlisins, bæði í EU6b og Eu6c.

STAÐALL EVRÓPUSAMBANDSINS UM ÚTBLÁSTURSEFNI.

dam Image

LÆGRI GILDI. MEIRI ÁSKORUN.

Staðall Evrópusambandsins um útblástursefni skilgreinir gild mörk fyrir útblástursefni eins og köfnunarefnisoxíð og agnir innan Evrópusambandsins. Mörkin eru breytileg eftir gerðum véla og ökutækja. Mörkin er stöðugt verið að herða til að vernda loftslagið og bæta loftgæði. Þetta skapar bílaframleiðendum nýjar áskoranir.

SPURNINGARNAR ÞÍNAR. OKKAR SVÖR.

HVAÐ ER WLTP?

Skammstöfunin WLTP stendur fyrir „Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure“. 

Þetta er ný prófunaraðferð til að ákvarða gildi fyrir eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings á raunhæfari hátt, sem verður lögbundin fyrir öll ökutæki frá og með september 2018. WLTP mun koma í staðinn fyrir NEDC-prófunaraðferðina, skref fyrir skref. 

> Frekari upplýsingar eru fáanlegar hér

 

HVAÐ ER WLTP-PRÓFUNARFERLIÐ?


Eyðsla og útblástur ökutækis byggist á aksturslagi. Þess vegna hefur akstursgögnum fyrir WLTP verið safnað um allan heim. Þessi gögn voru notuð til að skilgreina fjögur stig með ólíkum meðalhraða: litlum, miðlungs, miklum og mjög miklum. Innan hvers þessara stiga eru ólík stig hröðunar, hemlunar og stöðvunar til að lýsa aðstæðum sem tengjast daglegu aksturslagi. Samsetning þessara stiga myndar prófunarferlið.

HVERNIG VINNUR MINI MEÐ NÝJU WLTP-AÐFERÐINA?

MINI vinnur þegar að skiptunum yfir í nýju prófunaraðferðina og undirbýr vöruframboð sitt skref fyrir skref með nýjum ökutækjum, nýjum vélaútgáfum eða tæknilegum endurskoðunum. Þetta mun tryggja algjört samræmi við WLTP fyrir allan flota BMW Group.

HVAÐ GERIR WLTP FYRIR MIG?

Með WLTP færðu betri leið til að meta hversu mikil eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings ökutækisins er að meðaltali. Á sama tíma skila raunverulegri gildi sér í meiri eyðslu og losun koltvísýrings fyrir ökutæki með brunahreyfil og styttra drægi rafhlöðu fyrir rafmagnsbíla (þ.m.t. tengiltvinnbíla). 

> Frekari upplýsingar eru tiltækar hér

HVAÐ ER RDE?

Skammstöfunin RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“. Þetta er ný aðferð til að ákvarða mengunarvalda eins og köfnunarefnisoxíð og agnamagn. Mikilvægasti þátturinn er að mælingin á sér stað á veginum við raunveruleg akstursskilyrði en ekki á rannsóknarstofu. Tæki sem kallast PEMS (Portable Emissions Measurement System) er fest við útblástursrör prófunarökutækisins í þessum tilgangi. 

> Frekari upplýsingar eru tiltækar hér

HVAÐ ER EU6?

Euro 6 er heiti gildandi staðals fyrir mengunarvalda í útblæstri. Hann skilgreinir lægri hámarksgildi fyrir agnamagn og útblástur köfnunarefnisoxíðs en EU5. Frá og með haustinu 2018 verður staðallinn EU6c gerður skyldubundinn og hann tilgreinir enn lægri mörk fyrir agnamagn frá ökutækjum með bensínvélar en EU6b. Sömu viðmiðunarmörk gilda fyrir ökutæki með dísilvélar innan ferlisins, bæði í EU6b og Eu6c.

HVAÐ ÞÝÐIR SCR (SELECTIVE CATALYTIC REDUCTION)?

Fljótandi ammoníaki sem kallast AdBlue er dælt inn í dísilvélar til að minnka gildi útblástursefna í ökutækjum enn frekar. Þetta hvarfast við köfnunarefnisoxíðið og dregur úr því. Það sem eftir verður er vatn, köfnunarefni og koltvísýringur. 

HVAÐ ER BLUEPERFORMANCE?

MINI notar BluePerformance-tækni til að minnka útblástur köfnunarefnisoxíðs frá ökutækjunum sínum enn frekar. Þessi tækni býður upp á að hægt sé að fínstilla útblástur dísilvéla enn frekar. Ásamt dísilagnasíunni og hvarfakútnum fyrir geymslu köfnunarefnisoxíðs í sumum gerðum draga SCR-hvarfakúturinn og AdBlue-innsprautunin verulega úr köfnunarefnisoxíði í útblásturslofti.

 

 

HVAÐ ER AGNASÍA?

Agnasía er ráðstöfun til að draga úr ögnum í dísilvélum, og núna nýlega einnig í bensínvélum.