PERSÓNUVERNDARSTEFNA.

dam Image
Inngangur

Þetta er persónuverndarstefna BL ehf. 

 

Við kunnum að uppfæra þessa persónuverndarstefnu annað veifið með því að gefa út breytta útgáfu á vefsvæðunum okkar.

 

ÞESSI PERSÓNUVERNDARSTEFNA GILDIR UM PERSÓNUUPPLÝSINGAR EINSTAKLINGA SEM VIÐ GEYMUM. HÚN GILDIR EKKI UM UPPLÝSINGAR SEM VIÐ GEYMUM UM FYRIRTÆKI OG ÖNNUR FÉLÖG OG EKKI HELDUR UM NOTKUN ÞÍNA Á UPPLÝSINGUM FRÁ ÞEIM. UPPLÝSINGAR UM NOTKUN ÞEIRRA Á UPPLÝSINGUNUM ÞÍNUM VERÐA VEITTAR ÞÉR Í UPPLÝSINGUM UM VIÐKOMANDI VÖRU.

 

Við tökum persónuvernd þína alvarlega og munum aðeins nota persónuupplýsingar í samræmi við núgildandi gagnaverndarlög á Íslandi og þessa persónuverndarstefnu.

Hvernig tökum við á móti upplýsingum frá þér?

Við kunnum að taka á móti upplýsingum um þig:

 

• þegar þú hefur samband við okkur með beinum hætti, yfirleitt í gegnum vefsvæðið okkar eða notendaþjónustu, hvort sem þú ert að sækja um vöru eða þjónustu frá okkur eða ert með fyrirspurn eða aðra beiðni,

• frá viðurkenndum söluaðilum BMW, MINI og BMW Motorrad,

• frá viðurkenndum sölufulltrúa BMW i

• frá öðrum félögum innan samstæðunnar og vandlega völdum samstarfsaðilum sem útvega vörur og þjónustu undir einhverjum merkja okkar, og

• einstaka sinnum frá öðrum þriðju aðilum sem kunna að senda okkur upplýsingar um þig með löglegum hætti.

Notkun upplýsinganna þinna

Við kunnum að nota upplýsingarnar þínar (sem við fáum frá þér eða þriðja aðila eða komumst að eftir því hvernig þú notar vörurnar okkar eða þjónustuna) í ýmsum tilgangi, þ.m.t.:

 

• til að útvega eða stjórna upplýsingum, vörum og þjónustu sem þú hefur beðið um,

• til að hjálpa okkur að auðkenna þig þegar þú hefur samband við okkur,

• fyrir almenna umsýslu,

• til að auðvelda okkur að bæta gæðin á vörum okkar og þjónustu,

• til að auðvelda okkur að bera kennsl á og koma í veg fyrir svik og peningaþvætti,

• til að auðvelda okkur að innheimta skuldir,

• til að framkvæma greiningar og flokkun viðskiptavina, og

• til að greina aðrar vörur og þjónustu sem þú kannt að hafa áhuga á og til að láta þig vita af vörum okkar og þjónustu (sjá neðangreint).

 

Við kunnum að miðla upplýsingum í einhverjum ofangreindum tilgangi með:

 

• öðrum félögum í fyrirtækjasamstæðunni í Íslandi og erlendis,

• viðurkenndum söluaðilum BMW, MINI og BMW Motorrad,

• neti viðurkenndra sölufulltrúa BMW i,

• vandlega völdum samstarfsfélögum sem útvega vörur eða þjónustu undir einhverjum merkja okkar

• þjónustuveitendum okkar og fulltrúum sem sinna þjónustu fyrir okkar hönd, s.s. umsýsluaðilum kreditkorta og gagnaumsjónaraðilum.

 

Við kunnum einnig að deila upplýsingunum þínum með þriðja aðila:

 

• ef við höfum verið beðin um að veita upplýsingar í lagalegum tilgangi,

• í tengslum við fyrirliggjandi lagaferli eða lagaferli í framtíðinni,

• við sölu á einni eða fleiri rekstrareiningum okkar til hvers þess aðila sem við kunnum að flytja réttindi okkar til í samræmi við hvers konar viðskiptavinasamning sem við kunnum að hafa gert við þig,

• í þeim tilgangi að koma í veg fyrir svik/tap, t.d. til stofnana sem berjast gegn svikum.

 

Ef einhver þessara stofnana er utan Evrópska efnahagssvæðisins göngum við úr skugga um að þær samþykki að beita sömu gagnaverndarstigum fyrir upplýsingarnar þínar og við erum skuldbundin til að gera á Íslandi.

 

Upplýsingar til þín um vörur okkar og þjónustu

Við kunnum að nota upplýsingarnar til að senda þér fréttir af BMW-bílum  og MINI-bílum og öðrum vörum og þjónustu (sem við veitum, önnur félög í fyrirtækjasamstæðu okkar eða vandlega valdir samstarfsfélagar) sem þú kannt að hafa áhuga á og í einstaka sinnum í markaðslegum tilgangi.

 

Við kunnum einnig að senda upplýsingarnar þínar til annarra félaga innan fyrirtækjasamstæðu okkar, viðurkenndra söluaðila BMW, MINI og annarra viðskiptafélaga í þessum tilgangi.

 

Við og þessir aðrir aðilar getum haft samband við þig í bréfpósti eða símleiðis en einnig, ef þú veitir okkur fyrirframsamþykki fyrir því, með tölvupósti, SMS-skilaboðum og öðrum rafrænum hætti.

 

Það úrval af vörum og þjónustu sem við veitum, eða viðurkenndir söluaðilar MINI og önnur félög í fyrirtækjasamstæðu okkar eða valdir samstarfsaðilar, felur í sér:

 

• MINI / MINI-bíla,

• vélatengdar vörur og þjónustu, þar á meðal (ásamt öðrum hlutum) bílafjármögnun, kaupleigu og tengdar tryggingar, bílaaukahluti, neyðarþjónustu fyrir bíla, ábyrgðartryggingar fyrir bíla og vélatryggingu og

• aðrar vörur, þ.m.t. (ásamt öðrum hlutum) tryggingar.

 

Þú getur afþakkað markaðsefni frá okkur um bílana okkar og aðrar vörur og þjónustu með því að merkja í viðeigandi reit (ef þú sendir inn upplýsingar í gegnum þetta vefsvæði) eða hvenær sem er með því að hringja í okkur í síma 525 8000, senda okkur tölvupóst eða skrifa okkur til BL ehf. Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík, Íslandi.

 

Þú getur líka haft samband við okkur á ofangreindu heimilisfangi eða símanúmeri ef þú hefur áður afþakkað markaðsefni en vilt núna fá fréttir af ökutækjum frá BMW, MINI  og öðrum vörum og þjónustu.

 

Athugaðu að ef þú hefur keypt ökutæki af viðurkenndum söluaðila MINI eða veitt upplýsingar um þig með öðrum hætti til viðurkennds söluaðila MINI telstu hafa sérstakt samband við þann söluaðila hvað varðar notkun hans á upplýsingunum þínum og þú munt þurfa að hafa samband við viðkomandi söluaðila hvað varðar hverja þá fyrirspurn sem þú kannt að hafa um notkun söluaðilans á upplýsingunum þínum.

 

Við sendum þér aðeins markaðsefni með tölvupósti eða öðrum rafrænum leiðum ef þú veitir okkur samþykki þitt fyrir því. Við kunnum t.d. að upplýsa þig um það, þegar við bjóðum þér að gefa upp netfangið þitt, að með því að gefa upp netfangið þitt gefir þú til kynna að þú samþykkir að taka á móti markaðsefni. Ef þú veitir okkur samþykki þitt og vilt seinna meir afþakka markaðsefni geturðu gert það með því að smella á tengilinn til að hætta áskrift sem við látum ávallt fylgja með í markaðstölvupósti eða þú getur haft samband við okkur hvenær sem er í ofangreindu heimilisfangi eða símanúmeri hér fyrir ofan.

Vefsvæðið okkar

Við reynum að halda vefsvæðinu okkar öruggu. Þú viðurkennir hins vegar þegar þú veitir okkur upplýsingar um þig í gegnum vefsvæðið eða þegar þú sendir okkur trúnaðarupplýsingar með tölvupósti eða biður okkur um að senda trúnaðarupplýsingar með tölvupósti að internetið og tölvupóstsamskipti yfir internetið séu kannski ekki örugg. Við getum ekki tekið ábyrgð á nokkru tapi eða óleyfilegri móttöku á upplýsingum sem sendar eru um internetið og við höfum ekki stjórn á.

 

Á vefsvæðum okkar geta verið tenglar á önnur vefsvæði utan fyrirtækjasamstæðunnar. Persónuverndarstefnan okkar á aðeins við um vefsvæðið okkar. Við berum ekki ábyrgð á efni, persónuvernd eða öryggi á öðrum vefsvæðum.

 

Notkun á kökum á vefsvæðinu okkar.

 

Kaka er strengur með upplýsingum sem vefsvæði flytur yfir í kökuskrá vafrans á harða diski tölvunnar þinnar til að vefsvæðið geti greint hver þú ert. Kaka inniheldur yfirleitt heiti lénsins sem viðkomandi kaka kemur frá, endingartíma hennar og gildi, sem er allajafna handahófsvalin einkvæm tala.

 

Þegar þú ferð inn á vefsvæðið okkar sendum við þér köku. Við kunnum að nota kökur á eftirfarandi hátt:

• til að auðvelda okkur að auðkenna þig sem einstakan gest (aðeins með númeri) þegar þú kemur aftur inn á vefsvæðið okkar og til að gera okkur kleift að sníða efni síðunnar svo að það passi við áhugamál þín;

• til að safna nafnlausum tölfræðigögnum sem gera okkur kleift að greina hvernig fólk notar vefsvæðið okkar og bæta uppbyggingu vefsvæðisins. Ekki er hægt að persónugreina þig á þennan máta.

 

Tvær gerðir af kökum kunna að vera notaðar á þessu vefsvæði: lotukökur, sem eru tímabundnar kökur sem verða geymdar í kökuskránni í vafranum þínum þar til þú ferð af vefsvæðinu; og viðvarandi kökur, sem eru mun lengur í kökuskrá vafrans (hversu lengi ræðst af endingartíma viðkomandi köku).

 

Sumar vefsíður okkar kunna einnig að innihalda rafrænar myndir, svokallaða vefvita, sem gera okkur kleift að telja hversu margir hafa skoðað viðkomandi síður. Vefvitar safna eingöngu takmörkuðum upplýsingum sem innihalda kökunúmer, tíma og dagsetningu sem síða var opnuð á og lýsingu á síðunni sem vefvitinn er á.

Kveikt/slökkt á kökum.

Þú getur samþykkt eða hafnað kökum í stillingum vafrans. Ef þú gerir kökur óvirkar er aftur á móti hugsanlegt að þú getir ekki notað alla gagnvirka eiginleika vefsvæðisins okkar.

 

Þú getur fundið upplýsingar um hvernig kveikt eða slökkt er á kökum með því að fara á vefsvæðið www.allaboutcookies.org

Þegar þú veitir okkur upplýsingar

Ef þú gefur okkur upplýsingar fyrir hönd einhvers annars staðfestir þú að þú hafir heimild til að gera það og að viðkomandi þekki efni þessarar persónuverndarstefnu og hafi ekkert á móti því að við vinnum úr upplýsingum viðkomandi í samræmi við þessa stefnu.

 

Það er á þína ábyrgð að láta okkur vita um breytingar á upplýsingum um þig, s.s. breytt heimilisfang. Þú hefur rétt á að biðja okkur um að breyta rangfærslum í þeim upplýsingum sem við geymum um þig.

 

Þú hefur rétt á að spyrja um hvaða upplýsingar við geymum um þig. Við innheimtum smávægilega þóknun fyrir þetta.

 

Þú mátt hafa samband við okkur í neðangreint heimilisfang í þessum tilgangi.

 

Ef þú ert yngri en 16 ára skaltu ekki veita okkur neinar persónuupplýsingar nema þú hafir fengið leyfi frá foreldri þínum eða forráðamanni til að gera það.

 

Símtöl til okkar kunna að vera tekin upp eða fylgst með þeim í þjálfunartilgangi.

Hafa samband við okkur

Þú getur haft samband við okkur í tengslum við þessa persónuverndarstefnu með því að skrifa okkur til BL ehf. Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík, Íslandi.

 

Það sem við gerum þegar þú sækir um fjármögnun

a) Við kunnum að skoða skrárnar okkar og leita til lánshæfismatsfyrirtækja og stofnana sem berjast gegn svikum til að fá upplýsingar, þ. á m. um lánstraust þitt og, ef við á, félaga þína (félagi er aðili sem þú deilir fjárhagslegri tilhögun með, s.s. sameiginlegum reikningum eða hefur sótt um sameiginlega lánsheimild með, s.s. maki), aðra fjölskyldumeðlimi og fyrirtækið þitt, sértu eigandi, stjórnandi eða meðeigandi í litlu fyrirtæki.

 

b) Við kunnum að senda upplýsingar sem okkur eru veittar til lánshæfismatsfyrirtækja og stofnana sem berjast gegn svikum. Auk þeirra upplýsinga sem þú veitir okkur eða söluaðila með beinum hætti kunnum við að taka við upplýsingum um þig frá öðrum félögum innan samstæðunnar og vandlega völdum samstarfsaðilum sem veita vörur og þjónustu undir einum af merkjum okkar og einstaka sinnum frá öðrum þriðju aðilum sem kunna að senda okkur upplýsingar um þig með löglegum hætti.

 

c) Ef þú ert með einhverja félaga kunnum við að tengja og skrá upplýsingar um ykkur í okkar eigin skrám og hjá lánshæfismatsfyrirtækjum og við og aðrir munum líta til þeirra upplýsinga. Við kunnum að líta til bæði þinna upplýsinga og þeirra í komandi umsóknum þínum eða ykkar beggja og halda þessari tengingu þar til samningurinn líður undir lok og annar hvor ykkar lætur okkur vita að tenging á milli ykkar sé ekki lengur fyrir hendi. Þú þarft því að ganga úr skugga um að þú hafir samþykki viðkomandi til að veita upplýsingar um hann/hana.

 

d) Við kunnum að leita umsagna og senda fyrirspurnir um þig til annarra einstaklinga og stofnana. Ef við krefjumst einhverrar tyggingar eða annarrar ábyrgðar hvað varðar skyldur þínar samkvæmt samningsdrögum kunnum við að veita upplýsingar um umsóknina þína til þess aðila sem þú vilt veita tryggingu eða ábyrgð.

 

e) Ef þú veitir okkur falskar eða rangar upplýsingar og grunur vaknar hjá okkur um eða við komum auga á svik skráum við það og kunnum einnig að senda upplýsingar um það til stofnana sem berjast gegn svikum og annarra stofnana sem vinna gegn glæpum og svikum.

 

f) Með þeim upplýsingum sem við fáum munum við:

 

• meta lánsumsókn þína;

 

• athuga upplýsingar um lánsumsóknir, lánsheimildir eða aðrar fyrirgreiðslur;     

 

• staðfesta hver þú og maki þinn eða aðrir stjórnendur/meðeigendur eruð, ef við á; og/eða

 

• gera athuganir til að koma í veg fyrir eða upplýsa um svik og/eða peningaþvætti.

 

• Við kunnum að nota einkunnakerfi til að meta þessa umsókn og til að staðfesta hver þú ert.

 

• Við önnumst þinn persónulega reikning eða viðskiptareikning þinn (ef við á) hjá okkur.

 

• Við gerum reglulega tölfræðigreiningu eða prófun til að ganga úr skugga um að núverandi og komandi vörur og þjónusta séu réttar.

 

• Hver og eitt eða öll þessi ferli kunna að vera sjálfvirk.

 

• Við notum þær til að gera markaðsrannsóknir.

Það sem lánshæfismatsfyrirtæki og stofnanir sem berjast gegn svikum gera

a) Þau munu koma fyrir „fótspori“ í lánshæfisskránni þinni í hvert sinn sem þau fá leitarfyrirspurn frá okkur. Við sendum leitarfyrirspurn í hvert sinn sem þú sækir um lán hjá okkur og við kunnum einnig að senda leitarfyrirspurnir á gildistíma sérhvers samnings sem þú hefur gert við okkur. Ef leitarfyrirspurnin var vegna lánsumsóknar koma þau fyrir „fótspori“ í skránni þinni, hvort sem umsóknin fær afgreiðslu eða ekki, og skráningin fyrir þá leit (en ekki heiti stofnunarinnar sem framkvæmdi hana) kann að vera sýnileg öðrum stofnunum þegar þú sækir um lán í framtíðinni.

 

b) Þau munu tengja skrárnar þínar við hvern þann sem þú hefur nefnt sem félaga, þ.m.t. fyrri og komandi nöfn þín og sérhvers félaga. Tengingar á milli félaga verða í skránum þínum og þeirra fram að þeim tíma sem þú og félagi þinn sækið um aftengingu hjá lánshæfismatsfyrirtæki.

 

c) Þau veita okkur:

• upplýsingar um lánstraust, s.s. fyrri umsóknir og framferði í þínu nafni og félaga þinna og/eða framferði fyrirtækisins þíns

• opinberar upplýsingar á borð við dóma í héraðsdómi og gjaldþrot

• upplýsingar af kjörskrá; og

• upplýsingar um ráðstafanir gegn svikum

 

d) Sért þú með samning við okkur munu lánshæfismatsfyrirtæki skrá þær upplýsingar sem við veitum þeim um samninginn og hvernig þú fylgir honum. Fáirðu fjármuni að láni og greiðir ekki til baka að fullu og í tæka tíð skrá lánshæfismatsfyrirtæki eftirstandandi skuld.

 

e) Skráningar sem miðlað er til lánshæfismatsfyrirtækja eru geymdar á skrá í 6 ár eftir að þeim er lokað, hvort sem skuld hefur verið gerð upp eða er í vanskilum.

 

f) Upplýsingar um þig sem við, aðrar stofnanir og stofnanir sem berjast gegn svikum geymum um þig, félaga þína og fyrirtæki þín (ef við á) kunna að verða sendar frá lánshæfismatsfyrirtækjum eða stofnunum sem berjast gegn svikum til annarra stofnana og notaðar af þeim og okkur til að:

• koma í veg fyrir svik og peningaþvætti, til dæmis með því að skoða upplýsingar á umsóknum um lán og lánsheimildir eða aðrar fyrirgreiðslur; athuga upplýsingar á tillögum og kröfum um allar gerðir af tryggingum; athuga upplýsingar um starfsumsóknir og starfsfólk;

• staðfesta hver þú ert ef þú eða félagi þinn sækir um aðra fyrirgreiðslu, þ.m.t. hvers konar tryggingaumsóknir og kröfur;

• aðstoða aðrar stofnanir við að taka ákvörðun um lánsheimild og lánatengda þjónustu eða aðrar fyrirgreiðslur, um þig, maka þinn eða aðra á heimili þínu eða fyrirtækið þitt;

• finna dvalarstað þinn og leita uppi útistandandi skuldir þínar;

• annast lán og lánatengda reikninga og aðrar fyrirgreiðslur; og

• gera tölfræðilega greiningu og kerfisprófanir.

 

g) Löggæslustofnanir kunna einnig að nálgast og nota þessar upplýsingar.

 

h) Við og aðrar stofnanir kunnum að nálgast og nota upplýsingar frá öðrum löndum sem stofnanir sem berjast gegn svikum hafa skráð.

 

Þú getur haft samband við þau lánshæfismatsfyrirtæki sem starfa í Bretlandi. Þær upplýsingar sem þau geyma eru ekki endilega allar þær sömu svo það gæti verið gott að hafa samband við þau öll. Þau taka fyrir það smávægilega lögbundna þóknun.

 

Hafðu samband við okkur í síma 525 8000, í tölvupóst bl@bl.is eða bréfleiðis BL ehf. Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík, Íslandi.