dam Image

Þjónusta

AF HVERJU VIÐHALD HJÁ MINI?

VIÐHALD FRÁ A–Ö

AF ÞVÍ AÐ ÞÚ ELSKAR MINI-BÍLINN ÞINN JAFNMIKIÐ OG VIÐ.

VIÐHALD FRÁ A–Ö.

Við höfum allt sem þú og MINI-bíllinn þinn kunnið nokkurn tíma að þarfnast. Sérþjálfað tæknifólk okkar þekkir MINI-bílinn þinn eins og lófann á sér, auk þess sem það notast við nýjustu verkstæðistækni. Sérhverju verki er sinnt hratt en áreiðanlega samkvæmt ýtrustu kröfum. Með því að nota varahluti sem framleiddir eru sérstaklega fyrir MINI tryggjum við að MINI-bíllinn þinn verði alltaf upprunalegur.

HAFÐU ÞAÐ MINI.

MINI-VARAHLUTIR.

Nákvæm smíði allt niður í minnstu smáatriði: MINI-varahlutir eru sérhannaðir fyrir bílinn þinn til að tryggja fullkomna tengingu og afköst. Þeir eru framleiddir eftir ströngustu gæðastöðlum MINI og þeim fylgir tveggja ára ábyrgð.

CLEAR AND SIMPLE.

MINI ORIGINAL ENGINE OIL

FYRIR MINI.

MINI ORIGINAL ENGINE OIL.

Smurolían MINI Original Engine Oil er, ásamt MINI-vélum og sérhæfðri þjónustu, aðeins í boði hjá samstarfsaðilum MINI. Þessi nýja kynslóð smurolíu er sérhönnuð fyrir Twin Power-vélar með forþjöppu í MINI. Smurolían er sérstaklega þróuð fyrir og prófuð af MINI. Enn betra seigjustig skilar sér í bættri gangsetningu í kulda og samfelldum afköstum. Virk hreinsitækni heldur vélinni tandurhreinni. Vörn gegn tæringu og sliti tryggir endingu vélarinnar. Lágmarksuppgufun heldur olíunotkun í lágmarki. Minna viðnám minnkar eldsneytisnotkun um allt að 3%.