Our tool for managing your permission to our use of cookies is temporarily offline. Therefore some functionality is missing.
YTRA BYRÐI
DJARFUR Í ÚTLITI.
Einkennandi og sjálfsöruggur, djörf ytri hönnunin sameinar kraftmikið yfirbragð með djörfum skörpum línum. Jepplingahlutföllin veita framúrskarandi fjölhæfni fyrir daglega notkun.
ÁBERANDI HÖNNUN AÐ FRAMAN.
Áberandi áttstrenda grillið er sjónrænn miðpunktur framan á bílnum. Nútímaleg flatari hönnun yfirbyggingarinnar gefur vísbendingu um rafknúna drifkerfið sem hún verndar.
LÝSTU UPP NÓTTINA.
Hornréttar útlínur teygja sig inn í fullkomnlega mótuðu vélarhlífina. Til viðbótar við öfluga staðlaða LED tækni eru þrjár valfrjálsar ljósastillingar í boði ásamt beygjuljósum fyrir framúrskarandi hliðarsýnileika.
NÝTT TÍMABIL. NÝTT ÚTLIT.
Þrátt fyrir netta hönnun, endurspegla útlínur hans kraftmikla stöðu og sjálfsöruggi ásamt sterklega mótuðum hjólbogum. Innfelld hurðahandföng og glerfletir undirstrika nútímalegt yfirbragð hans.
HVERNIG RÚLLAR ÞÚ?
Úrval okkar af 17-19" álfelgum geislar af sjálfsöryggi og sérstöðu, á sama tíma og þær draga úr kolefnisspori okkar vegna léttrar hönnunar og notkunar á endurunnu áli.
"NÝSKÖPUN MEÐ SAMEIGINLEGT MARKMIÐ. EINFALDARI MINI. MINNI FLÆKJA, MEIRI SÉRSTAÐA."
VERTU VELKOMIN/NN ;)
Auk þess að auka sýnileika, undirstrika hornréttu LED afturljósin sjálfsörugga og sportlega eiginleika MINI Aceman. Með valfrjálsum LED aðalljósum geturðu valið á milli þriggja stillinga fyrir dagljós að framan og aftan, ásamt aðkomu- og kveðjulýsingum. Þetta birtist einnig sem ljósamerki frá báðum hliðarspeglum.
KRAFTMIKIL STAÐA. GERÐUR TIL AÐ VEKJA ATHYGLI.
Lárétt mótaður afturhlutinn undirstrikar breiða og kraftmikla stöðu hans, á meðan loftflæðishönnuð gleryfirbyggingin skerpir á sportlegu útliti hans. Dökka vindskeiðin lítur ekki bara vel út, heldur eykur hún grip og bætir loftaflfræðileg afköst sem hjálpar til við að hámarka drægni bílsins.