YTRA BYRÐI

STÆRRI SKAMMTUR AF MINI.

Með öflugri yfirbyggingu, djarfri jepplingahönnun og tignarlegri nærveru, geislar nýi alrafknúni MINI Countryman af sjálfstrausti og ævintýralöngun.

Alrafmagnaður MINI Countryman - ytra byrði - útlínur

NÚTÍMA MINI-MALÍSMI.

Við höfum fjarlægt óþarfa eiginleika og aukið við allt það sem þú elskar mest. Eftir stendur harðgerða útlitið, flottar línur og 100% óumflýjanlegur MINI andi. Þetta er jepplingur sem er smíðaður til að fara með þig á spennandi staði í miklum þægindum. Traustur og alrafmagnaður ferðafélagi þinn með óttaleysi MINI Countryman - og manna af öllu öðru.

VELKOMIN Í RAFMAGNIÐ.

Myndarlegur og stílhreinn, hinn alrafmagnaði MINI Countryman á heima innanbæjar sem og utanbæjar. Kraftmikil staða, átthyrnt grill með áberandi framljósum og hreinar línur. Stutt hjólhaf og útlínumótun bílsins veita fínlegri tjáningu á sléttu útlínunum. Gerðu MINI að þínum með miklu úrvali aukabúnaðar í bland við fjórhjóladrifið og hann er klár í öll þín ævintýri.

Alrafmagnaður MINI Countryman - ytra byrði - að framan
Alrafmagnaður MINI Countryman - ytra byrði - glerþak

MINI Í HÁMARKI.

Stærsti MINI hingað til - bæði hvað varðar stærð og þroska Núna 13 cm lengri og 8 cm hærri er alrafknúni MINI Countryman öflugur jepplingur og býður upp á meira en nóg pláss fyrir ýmis konar áhugaverðar ferðir, hvort sem er með fjölskyldu eða vinum.

ÞAÐ LIGGUR ALLT Í SMÁATRIÐUNUM

Eitthvað spennandi, hvert sem þú lítur. Hjólbarðarnir eru djarfari, sléttari og með betri loftaflfræði. Hentugu þakbogarnir eru nú staðlaðir í Piano Black lit. Og C-stólpinn kemur með stílhreinni hönnun. Og með fjórum stíllvalkostum til að velja úr er MINI hönnun sem hjálpar þér að tjá þig – Essential, Classic, Favoured eða JCW Style. Hver og einn kemur með sérsniðnum eiginleikum og sérhönnuðum smáatriðum.

Alrafmagnaður MINI Countryman - ytra byrði - hjólbarðar

HÁMARKS AFKÖST.

Sjálfsöryggi og djarfur persónuleiki endurspeglar hjólbarðana okkar sem eru frá 17” til 20” (allt að 21” sem aukabúnaður) og bæta við MINI útlitið. Léttari hönnun og notkun á endurunnu áli hjálpar til við að minnka kolefnisfótsporið okkar á ýmsan hátt – bæði í framleiðslu og akstri.

„Hreina og framsækna nálgun okkar sameinar einfaldleika hagnýtra þátta við tilfinningar sem MINI er þekkt fyrir.“

Oliver Heilmer, yfirhönnuður hjá MINI

SKVETTA AF LIT Á TOPPINN.

MINI hefur alltaf skorið sig úr í hópi bíla og alrafknúni MINI Countryman er engin undantekning. Þakið með andstæðum litum kemur í nokkrum áberandi litavalkostum og er parað saman við stílhreina hönnun á afturstólpanum. Að opna gráa glerþakið er einfalt mál og sjálfvirka vindvörnin tryggir rétt jafnvægi á milli frelsis og þæginda.

Alrafmagnaður MINI Countryman - ytra byrði - þakið
Alrafmagnaður MINI Countryman - ytra byrði - aðkomulýsing

ÁVALLT HLÝJAR MÓTTÖKUR.

Að stíga inn í alrafmagnaðan MINI Countryman þinn er alltaf einstök tilfinning. Þegar þú nálgast eða yfirgefur MINI þinn er boðið upp á aðkomu & kveðjulýsingu sem hentar þínu skapi. Þetta felur í sér fram- og afturljós með þremur mismunandi ljósamerkjum sem hægt er að velja úr um ásamt valfrjálsu ljósvarpi frá bæði farþega- og ökumannsspeglunum.