Looks like the MINI you've been you-ifying hasn't been saved. If you'd like to come back and keep tinkering, save it and give it a sweet name so you can pick up where you left off

 

Your unique MINI, Your unique MINI,

Your MINI - exterior Your MINI - interior

REQUEST AN OFFER.

BOOK A TEST DRIVE.

The all-electric MINI side view
COOPER SE 3 dyra
MINI Countryman SE side view
COUNTRYMAN SE

COMING SOON!

author.product-selector.pdhNotAvailable.disclaimerInfo.text This component is currently unavailable. But feel free to look around. And come back soon if you can’t find what you’re looking for this time.
Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð frá hlið Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð frá hlið

RAFKNÚINN MINI.

Cooper SE

HLAÐINN ÁSTRÍÐU.

Taktu mót því óvænta. Upplifðu nýja tegund ánægju. Fyrsti alrafknúni MINI-bíllinn er rafmagnað framþróunarskref þar sem MINI-smábílsupplifun og sígild hönnun fara saman. Skiptu yfir í rafmagnaðan lífsstíl.
Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð ofan frá á hlið Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð ofan frá á hlið

HRÍFANDI AFKÖST.

The all-electric MINI The all-electric MINI

184 hö.

og tafarlaust tog

7,5 sek.

0–100 km/klst.

The all-electric MINI The all-electric MINI

SMÁBÍLSUPPLIFUN. RAFMÖGNUÐ.

Við tókum rómaða aksturseiginleika og einkennandi sportlegt útlit MINI og bættum við nýjum orkugjafa til að gera aksturinn enn skemmtilegri. Við fyrstu beygju upplifirðu rafknúinn MINI eins og hann gerist bestur – sannkölluð rafmögnuð upplyfting.
Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð að framan

TAFARLAUST TOG.

Á ljósunum eru það ekki bara hestöflin (hö. ) sem skipta máli heldur togið (Nm) einnig. Rafknúinn MINI skilar ótakmörkuðu togi, strax. Á meðan þarf bensínvél að ná tilteknum snúningshraða til að mynda tog og skila því í gegnum gírkassann áður en það kemst til hjólanna.

Í rafbílnum finnurðu því fyrir toginu, hrífandi lipurðinni og hröðuninni um leið og þú gefur inn þegar ljósin verða græn.

EINN GÍR. ENGAR GÍRSKIPTINGAR.

Þrátt fyrir mikið beint tog og mikinn snúningshraða rafmótorsins er engin þörf fyrir kúplingu í rafknúnum MINI, inngjöfin er tafarlaus – hvenær sem er og á hvaða hraða sem er. Þetta gengur allt út á einfaldleikann og afköstin – 0–100 km/klst. á 7,5 sekúndum – án tafar eða truflunar vegna gírskiptinga.
Rafknúinn MINI – gírstöng – takki
Rafknúinn MINI – séð að aftan – staðsetning rafhlöðu

SANNUR MINI.

Rafknúinn MINI sver sig í ættina með orkugjafa framtíðarinnar. Hann er knúinn með 96 sellu, 32,6 kWh (brúttó) háspennurafhlöðupakka undir gólfinu, á milli framsætanna og undir aftursætunum. Staðsetning rafhlöðunnar skilar sér í einstaklega lágri þyngdarmiðju rafknúins MINI sem eykur bæði stöðugleika og aksturseiginleika og gerir beygjurnar enn skemmtilegri.

Þú finnur hversu nálægt veginum þú situr. Vítt hjólhafið og fínstillt fjöðrunarkerfið halda þér tryggilega á jörðinni um leið og þú tekst á við beygjurnar.

Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð frá hlið Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – séð frá hlið

SÍGILD HÖNNUN.

The all-electric MINI The all-electric MINI

4 útlitspakkar

fyrir sérsniðin stíl.

4 armar

draga úr loftmótstöðu.

The all-electric MINI The all-electric MINI

TÍMALAUS KLASSÍK. RAFMÖGNUÐ.

Hönnun MINI-rafbílsins, sem sameinar straumlínulagaðar línur og ný einkennandi útlitsatriði, fellur fullkomlega að litríkum nútímanum og hámarkar akstursupplifun þína. Áræðinn og heillandi bíll sem viðheldur hefðunum á leið inn í bjarta og spennandi framtíð.
Rafknúinn MINI – hvítur og svartur – framgrill

STRAUMLÍNULAGAÐ FRAMGRILL.

Rennilegt og afgerandi framgrillið er í nútímalegri útfærslu sem fangar MINI bæði í fortíð og framtíð. Grillið er nánast alveg lokað og gerir bílinn þannig enn straumlínulagaðri. Gular áherslulínur og „MINI Electric“-merki gefa grillinu ferskt yfirbragð. Þetta er svo undirstrikað með sígildum, lágstemmdum hringjum um framljósin.

17" TVÍLITAR FELGUR MEÐ MINI ELECTRIC POWER SPOKE.

Þessar fáguðu léttu álfelgur geisla af áræðni og öryggi og undirstrika MINI í sinni öflugustu mynd. Stíll þeirra er einstakur og einkennandi, ósamhverft útlit þeirra nánast alveg lokað til að auka enn við straumlínulögun rafknúins MINI.
Rafknúinn MINI – felgur – Electric Power Spoke
Rafknúinn MINI – speglahlíf – gul

KRAFTMIKILL GULUR LITUR MINI.

Einkennandi kraftmikil gul áhersluatriði tryggja að rafknúinn MINI sést á veginum. Þau skera sig úr, á lágstemmdan máta, og auglýsa hvaða orku þú kýst til að knýja þig fram veginn.

LED-LJÓS AÐ FRAMAN OG AFTAN.

Breski fáninn og MINI eiga það sameiginlegt að vera tímalaus tákn fyrir langa og viðburðaríka sögu. LED-afturljósin á rafknúnum MINI mynda tvískipt mynstur sem vísar í sígilt merkið. Nákvæmni og dýpt hönnunarinnar gerir bílinn enn einstakari. Að framan stilla sjálfvirk og margskipt LED-aðalljós MINI sjálfkrafa birtu og geislamynstur fyrir aðstæður hverju sinni, svo sem þegar annar bíll kemur úr gagnstæðri átt, til að auka öryggi við akstur.
Rafknúinn MINI – LED-aðalljós – margskipt
Rafknúinn MINI – innanrými Rafknúinn MINI – innanrými

HLJÓÐLÁT BYLTING.

The all-electric MINI The all-electric MINI

1 þreps

gírskipting

2 stiga

endurheimt hemlaorku

The all-electric MINI The all-electric MINI

ÞÚ LÍÐUR UM GÖTURNAR.

Rafknúinn MINI er kraftmikill en um leið þýður og býður upp á algerlega nýja akstursupplifun. Nánast hljóðlaus aksturinn dregur álaginu sem fylgir innanbæjarakstrinum. Í staðinn geturðu einbeitt þér að undirstöðuatriðunum eins og hversu vel tónlistin hljómar Harman Kardon-hljómtækjunum.
Rafknúinn MINI – inngjafarfótstig – hemlafótstig

EINS FÓTSTIGS INNANBÆJARAKSTUR.

Þú getur ekið rafknúnum MINI nánast eingöngu með einu fótstigi fyrir bæði inngjöf og hemla. Mótorinn er beintengdur við hjólin þannig að þegar þú tekur fótinn af fótstiginu vinnur mótorinn eins og rafall og hægir enn hraðar á MINI-rafbílnum en mögulegt er á bensínknúnum bíl. Þú hleður rafhlöðuna í hvert einasta skipti sem þú stoppar á umferðarljósum.

ENGIN VÉLARHLJÓÐ.

Rafknúinn MINI er svo hljóðlátur að við þurftum að setja í hann hljóðviðvörun fyrir gangandi vegfarendur til að vara fólk við að bíll sé á ferðinni. Ekki þarf að gefa mótornum inn til að auka snúningahraða hans og fyrir utan smávægilegan nið þegar hraðinn er aukinn er eina hljóðið það sem berst frá umhverfinu. Og þá aðeins þegar ekið er af stað.
Rafknúinn MINI – rafmótor
Rafknúinn MINI – innanrými – framrúða

MINNI HÁVAÐI. MEIRI LÍFSGÆÐI.

Neikvæð áhrif of mikils hávaða ná ekki eingöngu til heyrnarinnar. Hann getur leitt til streitu og dregið úr getu okkar til að einbeita okkur. Rafknúinn MINI er birtingarmynd rósemdar og friðsældar þar sem þú getur leitað afslöppunar og íhugunar.
Electric MINI – MINI Ownership

RAFMAGN HENTAR ÞÍNU AKSTURSLAGI.

MINI Countryman Plug-in Hybrid – charging – front view

NÝR MINI COUNTRYMAN-TENGILTVINNBÍLL.

MINI Countryman-tengiltvinnbíllinn býður það besta úr báðum heimum, fyrsta flokks TwinPower Turbo-vél og háþróaða aflrás. Hann skilar einnig alvöru torfærugetu.

Eldsneytisnotkun MINI Cooper SE Countryman ALL4 (blandaður akstur): 2,5–2,4 l/100 km
koltvísýringslosun (blandaður akstur): 56–55 g/km

The all-electric MINI side view
COOPER SE 3 dyra
MINI Countryman SE side view
COUNTRYMAN SE