Auðvelt er að tengja MINI Wallbox Essential-hleðslustöðina rafkerfi heimilisins. Hraðhleðsluafköst hennar eru allt að 22 kW*/þriggja fasa, sem styttir hleðslutímann umtalsvert. Snúran er fimm metrar, sem veitir aukinn sveigjanleika til að leggja bílnum þegar Wallbox-stöðin er notuð.
Ávinningurinn af MINI Wallbox Essential-heimahleðslustöðinni:
• Einföld uppsetning og notkun og snúra sem er þægileg í meðförum
• Hraðhleðsluafköst upp á allt að 22 kW*/þriggja fasa, sem styttir hleðslutímann
• Tekur minna pláss
• Sveigjanleg notkun með fimm metra langri snúru
• Ódýr uppsetning með innbyggðri straumbilanagreiningu
*Við uppsetningu á hraðhleðslutengingum (>11 kW) skaltu alltaf fylgja leiðbeiningum orkufyrirtækja og taka mið af uppsetningu rafkerfisins á heimilinu.